Erlent

Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í Eþíópíu í gær.
Frá vettvangi slyssins í Eþíópíu í gær. vísir/epa
Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. Þá hefur flugfélagið Ethiopian Airlines einnig tekið ákvörðun um að kyrrsetja vélar sínar af sömu tegund.

157 fórust í slysinu en þetta er í annað sinn sem flugvél slíkrar gerðar ferst á fimm mánaða tímabili.

Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um hvað olli slysinu um helgina, en vélin fórst skömmu eftir flugtak, líkt og gerðist þegar vél Lion Air hrapaði í sjóinn undan Jakarta með þeim afleiðingum að 189 létu lífið. Um níutíu slíkar vélar eru í notkun í Kína.

Icelandair eiga þrjár 737 Max 8 þotur. Þar á bæ segjast menn fylgjast grannt með málum, en segja ótímabært að kyrrsetja vélarnar.

Fréttin var uppfærð klukkan 08:16.


Tengdar fréttir

Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada

Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×