Maðurinn skapar fötin en ekki öfugt Starri Freyr Jónsson skrifar 11. mars 2019 14:00 Bolur merktur þýska heavy metal bandinu Running Wild var keyptur fyrir nokkrum árum. "Mér fannst þessi bolur geggjaður og tékkaði á bandinu strax þegar ég kom heim.“ MYNDIR/EYÞÓR Tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson hefur í nógu að snúast þessa dagana, bæði sem listamaðurinn IamHelgi og sem meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur. Hann hefur einfaldan fatasmekk og á sérstaka hillu í fataskápnum með aðeins of litlum fötum. Nýlega kynntu skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves fyrsta hóp listamanna sem kemur fram á hátíðinni í nóvember. Einn þeirra er IamHelgi, sem er listamannanafn Helga Sæmundar Guðmundssonar, annars meðlima rappsveitarinnar Úlfur Úlfur. „Ég hef notað listamannanafnið IamHelgi undir alls konar verkefni síðastliðin 6-7 ár. Fyrst var það bara notað ef ég var að pródúsera fyrir aðra en Úlfur Úlfur en svo hefur ýmislegt annað dottið inn undanfarin ár. Ég samdi til dæmis tónlistina fyrir sjónvarpsþáttaröðina um Stellu Blómkvist og núna er ég semja fyrir aðra íslenska þáttaröð sem verður sýnd síðar á árinu.“Brúna úlpan er frá Cintamani, hvíti bolurinn frá Target, gallabuxurnar úr Primark og skórnir frá Timberland. Á kollinum er Pittsburgh Pirates derhúfa.Ný lög bráðlega Það er ýmis spennandi verkefni fram undan á næstu mánuðum. „IamHelgi gaf út nýtt lag í upphafi þessa mánaðar sem heitir Speeding. Það er annað lagið sem ég sendi frá mér og fleiri koma út á næstu mánuðum. Það er einnig mjög stutt í nýtt lag frá Úlfi Úlfi og svo er það kvikmyndatónlistin sem mér finnst voðalega spennandi þessa dagana. Svo taka einhver ný verkefni við að þessum loknum.“ Helgi er fæddur og uppalinn Sauðkrækingur en hefur verið búsettur í Reykjavík með smá hléum síðan 2005. „Ég bý í Hlíðunum í Reykjavík og sé fram á að vera í því fína hverfi í einhvern tíma. Einnig rek ég lítið hljóðver úti á Granda sem mér þykir agalega vænt um og eyði miklum tíma í. Helstu áhugamál mín utan tónlistar eru að vera úti á landi, elda steikur og horfa á hryllingsmyndir.“Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Hann er frekar einfaldur. Gallabuxur, bolur og jakki yfir. Timberland skór á veturna, strigaskór á sumrin og einhver góð derhúfa. Ég spái ekki mikið í því hverju ég klæðist á meðan fötin eru þægileg og mér verður ekki of heitt eða of kalt í þeim.Áttu þér tískufyrirmynd? Ég á mér enga sérstaka tískufyrirmynd. Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook er þó alltaf í skemmtilegum fötum. Sá karl sem hefur mest áhrif á fatasmekkinn minn er líklega Arnar Freyr, bróðir minn úr Úlfi Úlfi. Hann er mjög oft í kúl fötum.Hvernig hefur tískuáhuginn þróast? Gallabuxurnar mínar verða alltaf aðeins þrengri eftir því sem ég eldist og stundum fer ég í eitthvað sem er með litum í. Annars hefur hann ekki þróast mikið hjá mér eftir að ég hætti að vera skoppari á Sauðárkróki fyrir fimmtán árum.Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Ég fylgist ekki sérstaklega mikið með tísku en hef samt mjög gaman af því hvað ég sé mikið af alls kyns fólki vera að hanna föt á Instagram. Einn daginn mun ég þora að kaupa eitthvað „tjúll“ af þeim öllum.Hvar kaupir þú helst fötin þín? Eins og margir Íslendingar geri ég venjulega stórkaup í útlöndum. Unnusta mín er flugfreyja svo ég reyni að skreppa reglulega með í ferðir til Bandaríkjanna og versla þar. Ég fylgist mikið með bandarískum íþróttum, til dæmis NBA- og NFL-deildunum, og finnst gaman að kaupa föt tengd liðunum sem ég held með.Félagarnir í Úlfur Úlfur hafa alltaf verið mjög skotnir í austur-evrópska retro Adidas-lúkkinu að sögn Helga. FBL/EyþórHvaða litir eru í uppáhaldi? Oftast geng ég í dökkum og frekar einföldum fötum. Suma daga er ég extra hress og þá er gaman að vera í litríkum fatnaði. Mér finnst jarðlitir alltaf fallegir, til dæmis brúnn og grænn.Áttu minningar um gömul tískuslys? Ég á nokkrar hræðilegar minningar. Flestar eiga þær það sameiginlegt að ég var að reyna að vera einhver týpa sem ég var ekki. Tíska getur verið hættuleg að því leyti að fólki finnst það þurfa að klæðast sérstökum fötum til að vera nett. Það var ekki fyrr en ég var kominn hátt í þrítugt að ég áttaði mig á því að það er maðurinn sem skapar fötin en ekki öfugt.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Ég á flíspeysu heima hjá foreldrum mínum á Sauðárkróki sem ég gríp með mér þegar ég fer í bústaðinn. Það eru ábyggilega fimmtán ár síðan ég eignaðist hana.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Mér finnst mjög gaman að kíkja í Spúútnik í miðbænum. Svo er Adidas-umboðið virkilega kósí staður. Ég á engar uppáhaldsverslanir erlendis en finnst gaman að búðum sem selja notuð föt.Áttu þér uppáhaldsflíkur? Svarta rúllukragapeysan sem ég fékk í afmælisgjöf er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Einnig á ég eldgamlan jakka, sem ég held mikið upp á, sem ég keypti á útimarkaði í Póllandi fyrir örfáum árum. Uppáhaldsflíkin mín er þó líklega jakkinn sem ég klæddist í Brennum allt myndbandinu. Pabbi hans Magga Leifs leikstjóra gaf mér hann um daginn og mér þykir agalega vænt um hann.Bestu og verstu fatakaupin? Mér detta engin bestu fatakaup í hug en einstaka sinnum hef ég keypt eitthvað sem er aðeins of þröngt og logið því að sjálfum mér að ég grenni mig bara í þetta. Ég á sérstaka hillu í fataskápnum með aðeins of litlum fötum.Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? Þeir eru flestir bara frekar nettir finnst mér. Ungir karlmenn eyða töluvert meiri peningum í föt en áður fyrr en ef þeim líður vel og eru ekki að taka smálán fyrir þeim þá er það bara allt gott og blessað.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Nei, ég eyði ekki miklum peningum í föt. Mér finnst gaman að eiga eitthvað flott til að vera í en föt skipta mig bara ekki það miklu máli.Notar þú fylgihluti? Ég er alltaf með úr á mér. Mig langar að kaupa mér keðju um hálsinn til að vera með þegar ég er í rúllukragapeysu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson hefur í nógu að snúast þessa dagana, bæði sem listamaðurinn IamHelgi og sem meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur. Hann hefur einfaldan fatasmekk og á sérstaka hillu í fataskápnum með aðeins of litlum fötum. Nýlega kynntu skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves fyrsta hóp listamanna sem kemur fram á hátíðinni í nóvember. Einn þeirra er IamHelgi, sem er listamannanafn Helga Sæmundar Guðmundssonar, annars meðlima rappsveitarinnar Úlfur Úlfur. „Ég hef notað listamannanafnið IamHelgi undir alls konar verkefni síðastliðin 6-7 ár. Fyrst var það bara notað ef ég var að pródúsera fyrir aðra en Úlfur Úlfur en svo hefur ýmislegt annað dottið inn undanfarin ár. Ég samdi til dæmis tónlistina fyrir sjónvarpsþáttaröðina um Stellu Blómkvist og núna er ég semja fyrir aðra íslenska þáttaröð sem verður sýnd síðar á árinu.“Brúna úlpan er frá Cintamani, hvíti bolurinn frá Target, gallabuxurnar úr Primark og skórnir frá Timberland. Á kollinum er Pittsburgh Pirates derhúfa.Ný lög bráðlega Það er ýmis spennandi verkefni fram undan á næstu mánuðum. „IamHelgi gaf út nýtt lag í upphafi þessa mánaðar sem heitir Speeding. Það er annað lagið sem ég sendi frá mér og fleiri koma út á næstu mánuðum. Það er einnig mjög stutt í nýtt lag frá Úlfi Úlfi og svo er það kvikmyndatónlistin sem mér finnst voðalega spennandi þessa dagana. Svo taka einhver ný verkefni við að þessum loknum.“ Helgi er fæddur og uppalinn Sauðkrækingur en hefur verið búsettur í Reykjavík með smá hléum síðan 2005. „Ég bý í Hlíðunum í Reykjavík og sé fram á að vera í því fína hverfi í einhvern tíma. Einnig rek ég lítið hljóðver úti á Granda sem mér þykir agalega vænt um og eyði miklum tíma í. Helstu áhugamál mín utan tónlistar eru að vera úti á landi, elda steikur og horfa á hryllingsmyndir.“Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Hann er frekar einfaldur. Gallabuxur, bolur og jakki yfir. Timberland skór á veturna, strigaskór á sumrin og einhver góð derhúfa. Ég spái ekki mikið í því hverju ég klæðist á meðan fötin eru þægileg og mér verður ekki of heitt eða of kalt í þeim.Áttu þér tískufyrirmynd? Ég á mér enga sérstaka tískufyrirmynd. Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook er þó alltaf í skemmtilegum fötum. Sá karl sem hefur mest áhrif á fatasmekkinn minn er líklega Arnar Freyr, bróðir minn úr Úlfi Úlfi. Hann er mjög oft í kúl fötum.Hvernig hefur tískuáhuginn þróast? Gallabuxurnar mínar verða alltaf aðeins þrengri eftir því sem ég eldist og stundum fer ég í eitthvað sem er með litum í. Annars hefur hann ekki þróast mikið hjá mér eftir að ég hætti að vera skoppari á Sauðárkróki fyrir fimmtán árum.Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Ég fylgist ekki sérstaklega mikið með tísku en hef samt mjög gaman af því hvað ég sé mikið af alls kyns fólki vera að hanna föt á Instagram. Einn daginn mun ég þora að kaupa eitthvað „tjúll“ af þeim öllum.Hvar kaupir þú helst fötin þín? Eins og margir Íslendingar geri ég venjulega stórkaup í útlöndum. Unnusta mín er flugfreyja svo ég reyni að skreppa reglulega með í ferðir til Bandaríkjanna og versla þar. Ég fylgist mikið með bandarískum íþróttum, til dæmis NBA- og NFL-deildunum, og finnst gaman að kaupa föt tengd liðunum sem ég held með.Félagarnir í Úlfur Úlfur hafa alltaf verið mjög skotnir í austur-evrópska retro Adidas-lúkkinu að sögn Helga. FBL/EyþórHvaða litir eru í uppáhaldi? Oftast geng ég í dökkum og frekar einföldum fötum. Suma daga er ég extra hress og þá er gaman að vera í litríkum fatnaði. Mér finnst jarðlitir alltaf fallegir, til dæmis brúnn og grænn.Áttu minningar um gömul tískuslys? Ég á nokkrar hræðilegar minningar. Flestar eiga þær það sameiginlegt að ég var að reyna að vera einhver týpa sem ég var ekki. Tíska getur verið hættuleg að því leyti að fólki finnst það þurfa að klæðast sérstökum fötum til að vera nett. Það var ekki fyrr en ég var kominn hátt í þrítugt að ég áttaði mig á því að það er maðurinn sem skapar fötin en ekki öfugt.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Ég á flíspeysu heima hjá foreldrum mínum á Sauðárkróki sem ég gríp með mér þegar ég fer í bústaðinn. Það eru ábyggilega fimmtán ár síðan ég eignaðist hana.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Mér finnst mjög gaman að kíkja í Spúútnik í miðbænum. Svo er Adidas-umboðið virkilega kósí staður. Ég á engar uppáhaldsverslanir erlendis en finnst gaman að búðum sem selja notuð föt.Áttu þér uppáhaldsflíkur? Svarta rúllukragapeysan sem ég fékk í afmælisgjöf er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Einnig á ég eldgamlan jakka, sem ég held mikið upp á, sem ég keypti á útimarkaði í Póllandi fyrir örfáum árum. Uppáhaldsflíkin mín er þó líklega jakkinn sem ég klæddist í Brennum allt myndbandinu. Pabbi hans Magga Leifs leikstjóra gaf mér hann um daginn og mér þykir agalega vænt um hann.Bestu og verstu fatakaupin? Mér detta engin bestu fatakaup í hug en einstaka sinnum hef ég keypt eitthvað sem er aðeins of þröngt og logið því að sjálfum mér að ég grenni mig bara í þetta. Ég á sérstaka hillu í fataskápnum með aðeins of litlum fötum.Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? Þeir eru flestir bara frekar nettir finnst mér. Ungir karlmenn eyða töluvert meiri peningum í föt en áður fyrr en ef þeim líður vel og eru ekki að taka smálán fyrir þeim þá er það bara allt gott og blessað.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Nei, ég eyði ekki miklum peningum í föt. Mér finnst gaman að eiga eitthvað flott til að vera í en föt skipta mig bara ekki það miklu máli.Notar þú fylgihluti? Ég er alltaf með úr á mér. Mig langar að kaupa mér keðju um hálsinn til að vera með þegar ég er í rúllukragapeysu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira