Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 21:32 Það snjóaði á þotu WOW air á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Vilhelm Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. „Við fengum fyrstu innsýn í dag. Það þarf að fara betur í mál og kynningar og fleira. Það er innköllun sem þarf að fara út, uppsagnir og fara yfir alla samninga hjá félaginu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson annar skiptastjóri þrotabúsins meðal annars um það verk sem bíður hans og Þorsteins Einarssonar. Þeir voru skipaðir skiptastjórar þrotabúsins í dag. Þeir funduðu með starfsmönnum WOW air í dag í höfuðstöðvum félagsins á löngum fundi þar sem byrjað var að fara yfir það sem þarf að gera. „Við höfum þarna ágætis aðgang að lykilstarfsfólki sem er að aðstoða okkur og okkar verkefni er fyrst og fremst að vera fulltrúar kröfuhafa og reyna að „likvídera“ eins og hægt er eignir félagsins og koma í verð,“ segir Sveinn Andri. Aðspurður hvort að þetta sé umfangsmesta verkefni sem Sveinn Andri hefur fengið í hendurnar sem skiptastjóri segir hann að það sé ekki ólíklegt. Um alþjóðlegt fyrirtæki sé að ræða í sérhæfðum geira þar sem ríki mikið regluverk. Því sé gott að hafa fengið góðan aðgang að stjórnendum fyrirtækisins sem þekki starfsemina inn og út.Sveinn Andri Sveinssonvísir/vilhelmLíklegt að frestur til að lýsa kröfum verði lengri en venjulega Sveinn Andri telur líklegt að innköllunarfrestur, sá frestur sem kröfuhafar hafi til þess að lýsa kröfum í búið verði lengri en hinir hefðbundnu tveir mánuðir frá birtingu innköllunar í Lögbirtingablaðinu. „Þegar um er að ræða fyrirtæki sem er í alþjóðlegri starfsemi þá er gjarnan hafður sá háttur á að hafa þennan frest lengri vegna hinna erlendu kröfuhafa en að sjálfsögðu er þess gætt að hafa samband við þekkta erlenda kröfuhafa sem ekki er hægt að ætlast til að lesi Lögbirtingablaðið,“ segir Sveinn Andri. Meðal þeirra sem þurfa að lýsa kröfum í þrotabúið eru starfsmenn félagsins, um og yfir þúsund talsins, vilji þeir á annað borð gera kröfu um að fá greidd þau laun sem þeir eiga inni. „Flestir starfsmenn félagsins eru í verkalýðsfélögum sem eru þeim innan handar við að lýsa kröfum í bú. Launakröfur flestra eru þá forgangskröfur og svo reynir á hvað er mikið til í búinu fyrir forgangskröfum en lög gera ráð fyrir að upp að ákveðnu marki geti fólk fengið greitt úr Ábyrgðarsjóði launa,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að þeim Þorsteini hafi verið vel tekið af starfsmönnum WOW air en ljóst er að margir þeirra hafi verið í áfalli yfir tíðindum dagsins. „Maður sá alveg að þarna var fólk í sjokki. Fólk var vonsvikið og maður sá það að það var gríðarleg þreyta í mannskapnum. Fólk hefur vakið þarna sólarhringum saman.“ Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. „Við fengum fyrstu innsýn í dag. Það þarf að fara betur í mál og kynningar og fleira. Það er innköllun sem þarf að fara út, uppsagnir og fara yfir alla samninga hjá félaginu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson annar skiptastjóri þrotabúsins meðal annars um það verk sem bíður hans og Þorsteins Einarssonar. Þeir voru skipaðir skiptastjórar þrotabúsins í dag. Þeir funduðu með starfsmönnum WOW air í dag í höfuðstöðvum félagsins á löngum fundi þar sem byrjað var að fara yfir það sem þarf að gera. „Við höfum þarna ágætis aðgang að lykilstarfsfólki sem er að aðstoða okkur og okkar verkefni er fyrst og fremst að vera fulltrúar kröfuhafa og reyna að „likvídera“ eins og hægt er eignir félagsins og koma í verð,“ segir Sveinn Andri. Aðspurður hvort að þetta sé umfangsmesta verkefni sem Sveinn Andri hefur fengið í hendurnar sem skiptastjóri segir hann að það sé ekki ólíklegt. Um alþjóðlegt fyrirtæki sé að ræða í sérhæfðum geira þar sem ríki mikið regluverk. Því sé gott að hafa fengið góðan aðgang að stjórnendum fyrirtækisins sem þekki starfsemina inn og út.Sveinn Andri Sveinssonvísir/vilhelmLíklegt að frestur til að lýsa kröfum verði lengri en venjulega Sveinn Andri telur líklegt að innköllunarfrestur, sá frestur sem kröfuhafar hafi til þess að lýsa kröfum í búið verði lengri en hinir hefðbundnu tveir mánuðir frá birtingu innköllunar í Lögbirtingablaðinu. „Þegar um er að ræða fyrirtæki sem er í alþjóðlegri starfsemi þá er gjarnan hafður sá háttur á að hafa þennan frest lengri vegna hinna erlendu kröfuhafa en að sjálfsögðu er þess gætt að hafa samband við þekkta erlenda kröfuhafa sem ekki er hægt að ætlast til að lesi Lögbirtingablaðið,“ segir Sveinn Andri. Meðal þeirra sem þurfa að lýsa kröfum í þrotabúið eru starfsmenn félagsins, um og yfir þúsund talsins, vilji þeir á annað borð gera kröfu um að fá greidd þau laun sem þeir eiga inni. „Flestir starfsmenn félagsins eru í verkalýðsfélögum sem eru þeim innan handar við að lýsa kröfum í bú. Launakröfur flestra eru þá forgangskröfur og svo reynir á hvað er mikið til í búinu fyrir forgangskröfum en lög gera ráð fyrir að upp að ákveðnu marki geti fólk fengið greitt úr Ábyrgðarsjóði launa,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að þeim Þorsteini hafi verið vel tekið af starfsmönnum WOW air en ljóst er að margir þeirra hafi verið í áfalli yfir tíðindum dagsins. „Maður sá alveg að þarna var fólk í sjokki. Fólk var vonsvikið og maður sá það að það var gríðarleg þreyta í mannskapnum. Fólk hefur vakið þarna sólarhringum saman.“
Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. 28. mars 2019 11:22
Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31