Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 tökum við stöðuna á kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur, Framsýnar og Lífeyrissjóðs verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins en samningsaðilar hafa setið á fundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukka tvö í dag. Að óbreyttu mun tveggja sólarhringa verkfall um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR hefjast á miðnætti en það nær til sömu starfsgreina og voru í sólarhringsverkfalli á föstudag.

Við segjum einnig frá því hvernig endurskipulagning WOW air gengur en hlutafjáreigendur leita leiða til þess að tryggja rekstur félagsins. Áhöfn félagsins í leiguflugi milli Kúbu og Miami hefur verið kölluð heim en tvær vélar félagsins hafa verið kyrrsettar af eigendum. Þrátt fyrir það er flugáætlun félagsins í fullu gildi.

Við segjum frá nefndarfundi í Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun þar sem Seðlabankastjóri gerði grein fyrir aðgerðum bankans gegn Samherja á árunum 2008 til 2001. Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi talið sig fara að lögum í framkvæmd á gjaldeyrislögum og talið að hægt væri að sekta fyrirtæki á grundvelli þeirra. Upp úr sauð að loknum nefndarfundi.

Við segjum líka frá því að Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×