Enski boltinn

Birkir vildi ekki yfirgefa Aston Villa í janúar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason æfir meira með Villa en hann spilar með liðinu.
Birkir Bjarnason æfir meira með Villa en hann spilar með liðinu. vísir/getty
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, hafnaði tilboðum um að yfirgefa félagslið sitt Aston Villa í ensku B-deildinni í janúar því hann vill halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í Villa-liðinu.

Birmingham Live segist hafa heimildir fyrir þessu en tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Fenerbache var eitt þeirra lið sem sóttust eftir því að fá íslenska miðjumanninn. Hann var bara ekkert á þeim buxunum að yfirgefa Villa.

Samkvæmt heimildum Birmingham Live vildi Aston Villa losna við Birki því það hefur áhyggjur af reglunum um Financial Fair Play í tengslum við síðasta félagskiptaglugga.

Birkir er sagður fá 30 þúsund pund á viku hjá Aston Villa eða tæpar fimm miljónir króna en hann hefur aðeins spilað sex mínútur í síðustu tíu deildarleikjum. Á sama tíma hefur hann fjórum sinnum verið utan hóps og fimm sinnum verið ónotaður varamaður.

Aston Villa borgaði Basel tvær milljónir punda tæpar fyrir Birki í janúar fyrir tveimur árum en hann á von á sjálfkrafa launahækkun fyrir næstu leiktíð sem er síðasta árið sem hann er á samningi hjá Villa-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×