Innlent

Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið

Jakob Bjarnar skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, á fundi hjá ESB í Brussel í Belgíu.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, á fundi hjá ESB í Brussel í Belgíu. Nordicphotos/Getty
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisráðherra um að leggja fyrir Alþingi tillögu um hinn umdeilda þriðja orkupakka.

Eða eins og það heitir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu  og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu „þingsályktunartillögu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (orka) við EES-samninginn.“

Með þingsályktunartillögunni heimilar Alþingi að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku svonefnds þriðja orkupakkans í EES-samninginn.

„Tillagan inniheldur fyrirvara um að áður en grunnvirki verði reist sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar Evrópusambandsins verði lagagrundvöllur gerðanna endurskoðaður og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.“

Þá segir í tilkynningu sem finna má á vef stjórnarráðsins að Guðlaugur Þórðarson ráðherra og Miguel Arias Canete framkvæmdastjóri orkumála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi hinn 20. mars rætt þriðja orkupakka ESB, með hliðsjón af einstökum aðstæðum á Íslandi að því er varðar endurnýjanlega orku og orkumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×