„Ég dó eiginlega á hlaupabrautinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 22:00 Kemoy Campbell, lengst til vinstri, á HM í Peking 2015. Getty/Ian Walton Jamaíski frjálsíþróttamaðurinn Kemoy Campbell segir að læknarnir hafi sagt við sig að hann hafi í raun „dáið“ á hlaupabrautinni á Millrose-leikunum í New York í febrúar. Kemoy Campbell var héri í 3000 metra hlaupi þegar hann féll niður og útaf brautinni. Hann fékk sem betur fer aðhlynningu strax og var fluttur í flýti á sjúkrahús. „Ég man ekkert eftir þessu,“ sagði Kemoy Campbell við BBC. „Læknarnir sögðu mér að hjartað mitt hafi hætt að slá og ég dó eiginlega þarna. Þetta var mjög ógnvekjandi móment fyrir mig,“ sagði Campbell ."The doctors said my heart stopped and I basically died." Jamaica's Kemoy Campbell has spoken after collapsing on the track at an athletics event last month. More https://t.co/wXmGJOV5WApic.twitter.com/2LYJERF8LS — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019Kemoy Campbell var á sjúkrahúsi í sautján daga en er nú kominn með gangráð og farinn að huga að endurhæfingu. Læknarnir gátu aftur á móti ekki fundið ástæðuna fyrir því að hjarta hans hætti að slá. „Ég vaknaði upp í sjúkrarúmi á mánudeginum,“ sagði Kemoy Campbell en þá voru tveir dagar liðnir frá hlaupinu. „Ég vissi ekki hvar ég var eða hvernig ég komst þangað. Það var vakti upp ótta hjá mér að ég hafði þarna misst úr tvo heila daga og mundi auk þessi ekkert hvað hefði gerst,“ sagði Campbell. Kærasta Campbell hefur sett upp söfnunarsíðu fyrir hann og Reebok, sem var hans styrktaraðili, gaf honum 50 þúsund dollara til að hjálpa við að borga gríðarlega háan lækniskostnað hans. Kostnaðurinn er mikill af því að Campbell var ekki með neina sjúkratryggingu. Kemoy er ekki búinn að gefa upp alla von um að snúa aftur inn á frjálsíþróttabrautina en hann þarf að fara varlega af stað. „Kannski get ég byrjað rólega og byggt síðan ofan á það. Ef það gengur ekki þá er ferillinn búinn,“ sagði Kemoy Campbell. Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira
Jamaíski frjálsíþróttamaðurinn Kemoy Campbell segir að læknarnir hafi sagt við sig að hann hafi í raun „dáið“ á hlaupabrautinni á Millrose-leikunum í New York í febrúar. Kemoy Campbell var héri í 3000 metra hlaupi þegar hann féll niður og útaf brautinni. Hann fékk sem betur fer aðhlynningu strax og var fluttur í flýti á sjúkrahús. „Ég man ekkert eftir þessu,“ sagði Kemoy Campbell við BBC. „Læknarnir sögðu mér að hjartað mitt hafi hætt að slá og ég dó eiginlega þarna. Þetta var mjög ógnvekjandi móment fyrir mig,“ sagði Campbell ."The doctors said my heart stopped and I basically died." Jamaica's Kemoy Campbell has spoken after collapsing on the track at an athletics event last month. More https://t.co/wXmGJOV5WApic.twitter.com/2LYJERF8LS — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019Kemoy Campbell var á sjúkrahúsi í sautján daga en er nú kominn með gangráð og farinn að huga að endurhæfingu. Læknarnir gátu aftur á móti ekki fundið ástæðuna fyrir því að hjarta hans hætti að slá. „Ég vaknaði upp í sjúkrarúmi á mánudeginum,“ sagði Kemoy Campbell en þá voru tveir dagar liðnir frá hlaupinu. „Ég vissi ekki hvar ég var eða hvernig ég komst þangað. Það var vakti upp ótta hjá mér að ég hafði þarna misst úr tvo heila daga og mundi auk þessi ekkert hvað hefði gerst,“ sagði Campbell. Kærasta Campbell hefur sett upp söfnunarsíðu fyrir hann og Reebok, sem var hans styrktaraðili, gaf honum 50 þúsund dollara til að hjálpa við að borga gríðarlega háan lækniskostnað hans. Kostnaðurinn er mikill af því að Campbell var ekki með neina sjúkratryggingu. Kemoy er ekki búinn að gefa upp alla von um að snúa aftur inn á frjálsíþróttabrautina en hann þarf að fara varlega af stað. „Kannski get ég byrjað rólega og byggt síðan ofan á það. Ef það gengur ekki þá er ferillinn búinn,“ sagði Kemoy Campbell.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira