Sameiginlegur fundur stjórnarflokka um þriðja orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:15 Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til sameiginlegs fundar í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Nokkur andstaða er við innleiðinguna innan Framsóknarflokksins og meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka I og II frá Evrópusambandinu. En það hefur vafist fyrir stjórnvöldum að leggja fram þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans. Í honum felst meðal annars regluverk sem tæki á raforkusölu frá Íslandi inn á Evrópumarkað í gegnum sæstreng sem gæti mögulega haft áhrif á raforkuverð hér á landi. Stuðningsmenn málsins segja slíkan streng aldrei verða lagðan án samþykkis Alþingis og þá yrði strengurinn lagður til Bretlands sem væri á leið út úr Evrópusambandinu. Meginmál pakkans sé að hann tryggi eftirlitshlutverk íslenskra stofnana með raforkumálum samkvæmt samevrópskum reglum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ekki var á fundinum í dag vegna embættiserinda í útlöndum, hefur sagt að hann vilji leita undanþága frá sambandinu. En samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggi bráðlega fram þingsályktun um málið og fljótlega í framhaldinu muni Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðanaðarráðherra leggja fram frumvarp um innleiðinguna. Utanríkisráðherra vildi þó ekki staðfesta þetta í dag. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Sjá meira
Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til sameiginlegs fundar í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Nokkur andstaða er við innleiðinguna innan Framsóknarflokksins og meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka I og II frá Evrópusambandinu. En það hefur vafist fyrir stjórnvöldum að leggja fram þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakkans. Í honum felst meðal annars regluverk sem tæki á raforkusölu frá Íslandi inn á Evrópumarkað í gegnum sæstreng sem gæti mögulega haft áhrif á raforkuverð hér á landi. Stuðningsmenn málsins segja slíkan streng aldrei verða lagðan án samþykkis Alþingis og þá yrði strengurinn lagður til Bretlands sem væri á leið út úr Evrópusambandinu. Meginmál pakkans sé að hann tryggi eftirlitshlutverk íslenskra stofnana með raforkumálum samkvæmt samevrópskum reglum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ekki var á fundinum í dag vegna embættiserinda í útlöndum, hefur sagt að hann vilji leita undanþága frá sambandinu. En samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggi bráðlega fram þingsályktun um málið og fljótlega í framhaldinu muni Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðanaðarráðherra leggja fram frumvarp um innleiðinguna. Utanríkisráðherra vildi þó ekki staðfesta þetta í dag.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Sjá meira
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29