Innlent

Grindvíkingar og kjörnir fulltrúar glaðir en óhamingja mest hjá Eyjamönnum og verkafólki

Birgir Olgeirsson skrifar
Grindavíkingar bera af í hamingjukönnun Landlæknis.
Grindavíkingar bera af í hamingjukönnun Landlæknis. Vísir/Vilhelm
Grindvíkingar eru hamingjusamastir allra íbúa Íslands ef marka má könnun embættis Landlæknis á hamingju eftir sveitarfélögum. Þegar litið er til hamingju út frá starfsstéttum kemur í ljós að kjörnir fulltrúar, það er stjórnmálastéttin, og svo atvinnurekendur eru hamingjusamastir allra. 

Hins vegar er verkafólk og starfsfólk í þjónustu og afgreiðslustörfum óhamingjusamasta fólkið. 

Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingi á málþingi um hamingju, heilsu og vellíðan – samfélagsleg ábyrgð í Háskóla Íslands. 

Um var að ræða netkönnun á vegum Gallup fyrir Landlæknisembættið. Úrtakið náði yfir einstaklinga frá öllu landinu, átján ára og eldri en þeir voru valdir handahófskennt úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrár. 

Hamingja Íslendinga hefur verið mæld frá árinu 2003 en hún var einmitt hæst árið 2003 en hefur minnkað heldur frá þeim tíma. Árið 2011 fór hún lægst en hefur verið nokkuð jöfn heilt yfir þjóðina á síðastliðnum árum. 

Flestir svarenda töldu sig hamingjusama, eða 58 prósent, en 38 prósent telja sig óhamingjusama. 

Hamingju eftir sveitarfélögum má sjá hér en þar skorar Grindavík, Hveragerði, Akranes og Fjarðabyggð hátt en Vestmannaeyjar, Borgarbyggð, Hornafjörður, Seltjarnarnes og Reykjavík undir meðallagi. 

Líkt og fyrr segir skora Grindvíkingar og Skagamenn hátt í hamingjukönnuninni.

En Vestmanneyingar skera sig fremur úr þegar kemur að óhamingju. 

Atvinnurekendur skora hæst í hamingju, en á eftir þeim eru eftirlaunaþegar. Þeir sem eru veikir eða ótímabundið óvinnufærir skora lágt. 

Hér má sjá hamingjustuðulinn eftir starfsheiti en þar eru kjörnir fulltrúar langhæstir en verkafólk lægst. 

Hér má sjá þróun á hamingju unglinga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×