Enski boltinn

Eriksen lék sama leik og Beckham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eriksen er næststoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Eden Hazard (11) hefur lagt upp fleiri mörk en Daninn.
Eriksen er næststoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Eden Hazard (11) hefur lagt upp fleiri mörk en Daninn. vísir/getty
Christian Eriksen gaf sína tíundu stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Tottenham beið lægri hlut fyrir Liverpool, 2-1, á Anfield í gær.

Þetta er fjórða tímabilið í röð sem Eriksen leggur upp tíu mörk eða meira í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins einn annar leikmaður hefur afrekað það; David Beckham á árunum 1997-2001.

Eriksen er á sínu sjötta tímabili hjá Tottenham. Í 199 deildarleikjum fyrir Spurs hefur Daninn lagt upp 58 mörk og skorað 46 sjálfur.

Eriksen er í 21. sæti á listanum yfir þá sem hafa átt flestar stoðsendingar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ryan Giggs er langefstur með 162 stoðsendingar.

Eden Hazard er sá eini sem hefur lagt upp fleiri mörk (11) í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Eriksen.

Tottenham er í 3. sæti deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 10. febrúar. Næsti leikur Spurs er gegn Crystal Palace á miðvikudaginn.

Beckham lagði upp ófá mörkin fyrir Manchester United.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×