Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu City á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn City fagna. Þeir eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Leikmenn City fagna. Þeir eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-2 sigri á Fulham í gær. Þetta var sjöundi sigur City í röð en liðið er með eins stigs forskot á Liverpool á toppnum.

Manchester United vann 2-1 sigur á Watford í fyrsta leiknum eftir að Ole Gunnar Solskjær var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins til frambúðar.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrra mark Everton í 0-2 útisigri á West Ham. Þetta var annar sigur Everton í röð.

Huddersfield Town féll eftir 2-0 tap fyrir Crystal Palace en Southampton og Burnley unnu mikilvæga sigra í fallbaráttunni. Þá vann Leicester City sinn þriðja leik í röð er liðið bar sigurorð af Bournemouth, 2-0.

Alls voru 14 mörk skoruð í leikjunum sjö í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan.

Fulham 0-2 Man. City
Klippa: FT Fulham 0 - 2 Manchester City
 

Man. Utd. 2-1 Watford
Klippa: FT Manchester Utd 2 - 1 Watford
 

West Ham 0-2 Everton
Klippa: FT West Ham 0 - 2 Everton
 

Crystal Palace 2-0 Huddersfield
Klippa: FT Crystal Palace 2 - 0 Huddersfield
 

Brighton 0-1 Southampton
Klippa: FT Brighton 0 - 1 Southampton
 

Burnley 2-0 Wolves
Klippa: FT Burnley 2 - 0 Wolves
 

Leicester 2-0 Bournemouth
Klippa: FT Leicester 2 - 0 Bournemouth
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×