Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma.

Einnig verður rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, en hann segir augljóst af myndbandsupptöku að upptakan á Klaustur bar hafi bæði verið skipulögð og að margir hafi komið að henni.

Þá heyrum við í Grundfirðingum sem eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar og fylgjumst með aðgerðum hernaðarandstæðinga á Austurvelli í dag í tilefni þess að sjötíu ár eru liðin frá því að Ísland gekk í NATO.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×