Jafna kröfur til karla og kvenna í inntökuprófi slökkviliðsins Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2019 16:00 Karlar voru felldir á meiri kröfum en konur uppfylla í inntökuprófi. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins prófar í ár nýja tegund af inntökuprófi fyrir framtíðarstarfsmenn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Íþróttaþjálfari slökkviliðsins segir að mesta sían sé í hlaupaprófinu, einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn og könnun á innilokunarkennd gæti reynst sumum erfið. Áður fyrr voru inntökuskilyrðin í slökkviliðið kynjaskipt þar sem konur þurftu að lyfta minni þyngdum en karlar til að standast prófið. Hins vegar var komist að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmenn á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. Því hafi kröfurnar heilt yfir verið lækkaðar til að koma til móts við það sjónarmið en um leið fjölga konum í slökkviliðinu.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun fljótlega auglýsa eftir starfsfólki til að sinna slökkvistarfi og sjúkraflutningum í haust. Um er að ræða framtíðarstörf en þeir sem eru ráðnir fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan meirapróf sem hver og einn þarf að taka sjálfur.Hlaupaprófið hefur reynst mikil sía og könnun á innilokunarkennd.Vísir/VilhelmUmsækjendur þurfa að skila inn læknisvottorði, sakavottorði og ökuferilsskrá til að eiga möguleika á starfi. Inntökuprófin í framtíðarstarf felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, skriflegu prófi, þrek- og styrktarprófi, sundprófi, akstursprófi, læknisskoðun og viðtali.Hlaupaprófið reynst mesta sían Elías Níelsson, íþróttaþjálfari slökkviliðsins, segir að þeir sem fari í prófið þurfi fyrst að hlaupa þriggja kílómetra vegalengd á innan við 13 mínútum og 15 sekúndum. Ef einhver vill reyna sig á hlaupabretti áður en hann íhugar að klára þrjá kílómetra á þeirri vegalengd segir Elías að það þurfi að hlaupa á hraðanum 14 á brettinu til að klára á tilsettum tíma. Hann segir slökkviliðið hafa áður fyrr verið með strangari kröfur í hlaupaprófinu en þær hafi verið lækkaðar. „Þetta hefur verið mesta sían hingað til,“ segir Elías um hlaupaprófið. Þeir sem ekki ná þess komast ekki áfram í inntökuferlið. Hægt er að taka hlaupaprófið þrisvar sinnum og eru umsækjendur hvattir til að hlaupa öll skiptin þar til þeir ná prófinu. Ekki er boðið upp á nein sjúkrapróf og þarf að framvísa skilríkjum áður en hlaupið hefst. Ef viðkomandi nær hlaupaprófinu fer hann í þrek- og styrktarpróf sem er eftirfarandi:Réttstöðulyfta, 65 kíló stöng, 10 endurtekningar.Öfugar armbeygjur (upphífing í liggjandi stöðu), 6 endurtekningar.Armbeyjur með 10 kílóa kút á bakinu, 4-6 endurtekningar.Planki á olnboga og tám, 60 sek.Dúkkuburður, 40 metrar (70 kílóa dúkka)Göngupróf á hjóli. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kílóa kút á bakinu, samfellt vegur gallinn með kút í kringum 21 kíló. Þeir ganga í 1 mínútu í 4 prósenta halla, 1 mínútu í 7 prósenta halla og 6 mínútur í 12 prósenta halla. Hraðinn er 5,6.Prófið í ár starfstengdara „Einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn,“ segir Elías. Áður fyrr var notast við sérstaka styrktarvél sem var auðvelt að staðla fyrir prófið en í ár verður prófið starfstengdara. Má þar nefna að afstaðan á réttstöðulyftunni líkist meira því að lyfta börum. Öfugu armbeygjurnar lýsa sér þannig að liggja þarf á bakinu og hífa sig upp. Dúkkuburðurinn hafi einnig reynst lúmskur í gegnum tíðina. Þá er lofthræðsla könnuð með því að fara með umsækjendur í körfu í 20 metra hæð þar sem þeir eru spurðir spurninga og kannað hvernig viðkomandi bregst við í þeim aðstæðum. „Flestir klára það en það klára ekki allir innilokunarkenndina,“ segir Elías.Markmið er að fjölga konum í slökkviliðinu.Vísir/VilhelmUmsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol. Einnig þarf að standast sundpróf, sem er 200 metra bringusund, 200 metra skriðsund, 25 metra björgunarsund og einnig eru köfunaræfingar. Umsækjendur eru einnig prófaði í almennri þekkingu í skriflegu prófi. „Og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá klikka menn á ökufærni prófinu,“ segir Elías en þar er kannað hvernig fólk bregst við álagi í umferðinni.Fengu skammir í hattinn Elías segir slökkviliðið hafa fengið skammir í hattinn fyrir að mismuna körlum og konum í inntökuferlinu með því að hafa kynjaskiptar kröfur. Það er að segja að karlmenn þurftu að standast erfiðara þol- og styrktarpróf en konurnar. Samstarf við Háskólann í Reykjavík hafi leitt þar í ljós. Þar gerðu nemendur lokaritgerð um inntökuferlið og komust að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmann á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. „Vegna þess að í starfinu eins og það er háttað þarftu að hafa lágmarksgetu í styrk til að hjálpa félaga þínum og svo framvegis og þá megum við ekki minnka þær kröfur í nafni þess að þú ert kona. Það gengur ekki í þessu starfi,“ segir Elías. Hann segir að hann verði þó að viðurkenna að það hafi áhrif að setja sömu kröfur á karla og konur. „Þú lækkar þá kröfurnar, það er þannig. Það hefur áhrif að sjálfsögðu þegar þú ert að ráða konur og karla. Við höfum verið að leggja áherslu á að breyta kynjahlutfallinu hjá okkur, fjölga konum. Það er krafan í lífinu.“ Uppfært klukkan 10:30 Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð. Jafnréttismál Slökkvilið Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins prófar í ár nýja tegund af inntökuprófi fyrir framtíðarstarfsmenn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Íþróttaþjálfari slökkviliðsins segir að mesta sían sé í hlaupaprófinu, einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn og könnun á innilokunarkennd gæti reynst sumum erfið. Áður fyrr voru inntökuskilyrðin í slökkviliðið kynjaskipt þar sem konur þurftu að lyfta minni þyngdum en karlar til að standast prófið. Hins vegar var komist að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmenn á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. Því hafi kröfurnar heilt yfir verið lækkaðar til að koma til móts við það sjónarmið en um leið fjölga konum í slökkviliðinu.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun fljótlega auglýsa eftir starfsfólki til að sinna slökkvistarfi og sjúkraflutningum í haust. Um er að ræða framtíðarstörf en þeir sem eru ráðnir fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan meirapróf sem hver og einn þarf að taka sjálfur.Hlaupaprófið hefur reynst mikil sía og könnun á innilokunarkennd.Vísir/VilhelmUmsækjendur þurfa að skila inn læknisvottorði, sakavottorði og ökuferilsskrá til að eiga möguleika á starfi. Inntökuprófin í framtíðarstarf felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, skriflegu prófi, þrek- og styrktarprófi, sundprófi, akstursprófi, læknisskoðun og viðtali.Hlaupaprófið reynst mesta sían Elías Níelsson, íþróttaþjálfari slökkviliðsins, segir að þeir sem fari í prófið þurfi fyrst að hlaupa þriggja kílómetra vegalengd á innan við 13 mínútum og 15 sekúndum. Ef einhver vill reyna sig á hlaupabretti áður en hann íhugar að klára þrjá kílómetra á þeirri vegalengd segir Elías að það þurfi að hlaupa á hraðanum 14 á brettinu til að klára á tilsettum tíma. Hann segir slökkviliðið hafa áður fyrr verið með strangari kröfur í hlaupaprófinu en þær hafi verið lækkaðar. „Þetta hefur verið mesta sían hingað til,“ segir Elías um hlaupaprófið. Þeir sem ekki ná þess komast ekki áfram í inntökuferlið. Hægt er að taka hlaupaprófið þrisvar sinnum og eru umsækjendur hvattir til að hlaupa öll skiptin þar til þeir ná prófinu. Ekki er boðið upp á nein sjúkrapróf og þarf að framvísa skilríkjum áður en hlaupið hefst. Ef viðkomandi nær hlaupaprófinu fer hann í þrek- og styrktarpróf sem er eftirfarandi:Réttstöðulyfta, 65 kíló stöng, 10 endurtekningar.Öfugar armbeygjur (upphífing í liggjandi stöðu), 6 endurtekningar.Armbeyjur með 10 kílóa kút á bakinu, 4-6 endurtekningar.Planki á olnboga og tám, 60 sek.Dúkkuburður, 40 metrar (70 kílóa dúkka)Göngupróf á hjóli. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kílóa kút á bakinu, samfellt vegur gallinn með kút í kringum 21 kíló. Þeir ganga í 1 mínútu í 4 prósenta halla, 1 mínútu í 7 prósenta halla og 6 mínútur í 12 prósenta halla. Hraðinn er 5,6.Prófið í ár starfstengdara „Einhverjir gætu lent í vandræðum með styrktarþáttinn,“ segir Elías. Áður fyrr var notast við sérstaka styrktarvél sem var auðvelt að staðla fyrir prófið en í ár verður prófið starfstengdara. Má þar nefna að afstaðan á réttstöðulyftunni líkist meira því að lyfta börum. Öfugu armbeygjurnar lýsa sér þannig að liggja þarf á bakinu og hífa sig upp. Dúkkuburðurinn hafi einnig reynst lúmskur í gegnum tíðina. Þá er lofthræðsla könnuð með því að fara með umsækjendur í körfu í 20 metra hæð þar sem þeir eru spurðir spurninga og kannað hvernig viðkomandi bregst við í þeim aðstæðum. „Flestir klára það en það klára ekki allir innilokunarkenndina,“ segir Elías.Markmið er að fjölga konum í slökkviliðinu.Vísir/VilhelmUmsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol. Einnig þarf að standast sundpróf, sem er 200 metra bringusund, 200 metra skriðsund, 25 metra björgunarsund og einnig eru köfunaræfingar. Umsækjendur eru einnig prófaði í almennri þekkingu í skriflegu prófi. „Og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá klikka menn á ökufærni prófinu,“ segir Elías en þar er kannað hvernig fólk bregst við álagi í umferðinni.Fengu skammir í hattinn Elías segir slökkviliðið hafa fengið skammir í hattinn fyrir að mismuna körlum og konum í inntökuferlinu með því að hafa kynjaskiptar kröfur. Það er að segja að karlmenn þurftu að standast erfiðara þol- og styrktarpróf en konurnar. Samstarf við Háskólann í Reykjavík hafi leitt þar í ljós. Þar gerðu nemendur lokaritgerð um inntökuferlið og komust að þeirri niðurstöðu að það væri mögulega lögbrot að fella karlmann á meiri kröfum en konur uppfylla í styrktarprófi. „Vegna þess að í starfinu eins og það er háttað þarftu að hafa lágmarksgetu í styrk til að hjálpa félaga þínum og svo framvegis og þá megum við ekki minnka þær kröfur í nafni þess að þú ert kona. Það gengur ekki í þessu starfi,“ segir Elías. Hann segir að hann verði þó að viðurkenna að það hafi áhrif að setja sömu kröfur á karla og konur. „Þú lækkar þá kröfurnar, það er þannig. Það hefur áhrif að sjálfsögðu þegar þú ert að ráða konur og karla. Við höfum verið að leggja áherslu á að breyta kynjahlutfallinu hjá okkur, fjölga konum. Það er krafan í lífinu.“ Uppfært klukkan 10:30 Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð.
Jafnréttismál Slökkvilið Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira