Ákallið um að „fá meira út úr starfsfólki“ komi ekki flatt upp á neinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00
Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00