Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 14:19 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. FBL/SAJ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“ Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. „Ég sé ekki, í fljótu bragði, að þetta sé samningur sem sé dýrkeyptur fyrir Samtök atvinnulífsins, ég get ekki sé það. Allt sem máli skiptir þarna er eitthvað sem ríkisstjórnin setur á borðið. Það getur vel verið að það hafi verið eina lausnin sem hægt var að ná. En mér hefur þótt það athyglisvert að fylgjast með þessu í vetur hvernig í rauninni Samtök atvinnulífsins hafa getað haldið sig til hlés á meðan á þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur gert mjög miklar kröfur til stjórnvalda.“ Þórunn segir að það sé ástæða til að óska SA til hamingju með samninginn. „Vel gert fyrir þá“. „Eftir að hafa kynnt mér þetta þá sýnist mér að þetta hafi verið mjög útlátalítið fyrir Samtök atvinnulífsins. Það er verið að semja um auðvitað krónutöluhækkanir sem, eðli málsins samkvæmt, kosta minna en prósentuhækkanir. Það er verið að setja inn alls kyns atriði sem eru á valdi stjórnvalda og stjórnvöld eru að lofa,“ segir Þórunn.Binda vonir við að ríkið komi líka til móts við háskólafólk Kjarasamningarnir gefi háskólamönnum vonir um að ríkið sé tilbúið til að teygja sig í átt til krafna BHM um að meta menntun til launa og koma til móts við háskólafólk vegna afborgunarbyrgði námslána. „Við viljum að sjálfsögðu að það sé þannig hér að fyrir fólk sem er á bilinu 25-45 ára að það sé gott og frekar auðvelt að setjast að á Íslandi. Við eigum auðvitað líka við það að fólk með góða menntun getur flest hvert unnið annars staðar en hér en við viljum auðvitað hafa mannauðinn hér að sem mestu leyti og að það skapi þessa dínamík og nýsköpun sem við þurfum að hafa í samfélaginu af því hún eflir velsæld allra.“Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir á dögunum.Fréttablaðið/ErnirKjarasamningar á almenna markaðnum ekki forskrift fyrir BHM Þórunn segir að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á almenna markaðnum á dögunum séu ekki leiðarvísir fyrir kröfugerð BHM þrátt fyrir að kjarasamningarnir búi til ákveðið samhengi. „Þessi niðurstaða á almenna markaðnum setur okkar verkefni í ákveðið samhengi en ég er nú ekki þeirrar skoðunar að hann segi okkur fyrir um hvernig við eigum að semja.“ Er hugsi yfir forsendum kjarasamninganna Þórunn segist vera hugsi yfir forsendum kjarasamninganna. „Síðan eru þarna inni lykilforsendur um að vextir lækki, það hefur nú verið líka aðeins í umræðunni og eftir að hafa hugsað þetta á undanförnum sólarhringum að þá kannski sýnist mér að þarna sé útgönguleiðin fyrir Alþýðusambandið það er að segja ef það gengur ekki eftir þá er það forsendubrestur. Þetta er forsenda sem samningsaðilar hafa bara óbeina stjórn á, eðli málsins samkvæmt, það er Seðlabankinn sem ákvarðar þetta og er sjálfstæð stofnun en tekur auðvitað mið af efnahagsástandinu í landinu, þannig að þarna eru svona hlutir sem ég held að sé kannski erfitt að segja um núna hvernig muni þróast.“
Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08
Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“