Erlent

Hækkandi leiguverði mótmælt í Berlín

Andri Eysteinsson skrifar
Fyrirtæki á borð við Deutsche Wohnen, sem eiga fjölda eigna, eru helsti skotspónn mótmælanna.
Fyrirtæki á borð við Deutsche Wohnen, sem eiga fjölda eigna, eru helsti skotspónn mótmælanna. Getty/Steffi Loos
Þúsundir hafa flykkst út á götur Berlínar, höfuðborgar Þýskalands í dag og mótmælt hækkandi leiguverði í borginni. Mótmælendur hafa, samkvæmt BBC, kallað eftir því að ríkið geri leiguhúsnæði einkaaðila sem eigi yfir 3000 íbúðir, upptæk. Mótmælin beinast því einna helst að fyrirtækjum á borð við Deutsche Wohnen sem á um það bil 115.000 fasteignir í borginni.

Talið er að leiguverð í Berlín hafi tvöfaldast á undanförnum áratug. Samkvæmt tölum frá bankanum Berlin HypAG er meðal-leiguverð komið yfir 10 evrur á hvern fermeter og nemur það yfir 5% hækkun frá árinu 2018.

Samskonar mótmæli fóru einnig fram í borgunum Köln og Munchen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×