Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í næstu viku.
Magnús Óli Magnússon er að glíma við meiðsli og þess vegna hefur Janus Daði Smárason verið kallaður inn í hans stað.
Ísland spilar tvo leiki gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM á næstu dögum, fyrri leikurinn er í Laugardalshöll á miðvikudaginn, 10. apríl, og sá seinni ytra fjórum dögum seinna.
Ísland er á toppi riðilsins með fjögur stig eftir sigra á Grikklandi og Tyrklandi í fyrstu leikjunum í haust. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram um miðjan júní.
Janus inn fyrir Magnús Óla
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
