Bayern slátraði Dortmund í toppslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 18:30 Lewandowski skoraði tvö gegn sínum gömlu félögum. vísir/getty Bayern München rúllaði yfir Borussia Dortmund, 5-0, þegar tvö efstu lið þýsku úrvalsdeildarinnar mættust á Allianz Arena í München í dag. Með sigrinum fór Bayern upp fyrir Dortmund og á topp deildarinnar. Bæjarar eru með eins stigs forskot á Dortmund. Bæði lið eiga sex leiki eftir. Staðan var 4-0 í hálfleik og dagskránni lokið. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern. Mats Hummels, Javi Martínez og Serge Gnabry skoruðu sitt markið hver. Lewandowski og Hummels eru fyrrverandi leikmenn Dortmund og þeir gerðu sínum gömlu félögum lífið leitt í dag. Þýski boltinn
Bayern München rúllaði yfir Borussia Dortmund, 5-0, þegar tvö efstu lið þýsku úrvalsdeildarinnar mættust á Allianz Arena í München í dag. Með sigrinum fór Bayern upp fyrir Dortmund og á topp deildarinnar. Bæjarar eru með eins stigs forskot á Dortmund. Bæði lið eiga sex leiki eftir. Staðan var 4-0 í hálfleik og dagskránni lokið. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern. Mats Hummels, Javi Martínez og Serge Gnabry skoruðu sitt markið hver. Lewandowski og Hummels eru fyrrverandi leikmenn Dortmund og þeir gerðu sínum gömlu félögum lífið leitt í dag.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“