Stjórnendur fyrirtækja leiki lykilhlutverk í baráttunni gegn kulnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2019 20:30 Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun. Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun.
Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00
Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15