Fótbolti

Gerrard lét dómarann heyra það og var sendur í bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard á hliðarlínunni um síðustu helgi.
Gerrard á hliðarlínunni um síðustu helgi. vísir/getty
Steven Gerrard verður ekki á hliðarlínunni hjá Rangers í næsta leik liðsins en hann er á leiðinni í eins leiks bann.

Gerrard var heitt í hamsi eftir að Rangers tapaði fyrir Celtic, 2-1, í grannaslagnum í Skotlandi en Gerrard lét Bobby Madden, dómara leiksins, heyra það.

Fyrrum fyrirliði Liverpool er ekki sá eini sem hefur verið sendur í bann því Ryan Kent, framherji liðsins, er á leiðinni í tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum.

Kent, sem er á láni frá Liverpool, skoraði mark Rangers í leiknum en hann trylltist er Celtic skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Hann lenti í áflogum við Scott Brown, fyrirliða Celtic, og fékk fyrir það rautt spjald.

Það verður því nóg um leikbönn hjá Rangers í næsta leik því framherjinn Alfredo Morelos var dæmdur í fjögurra leikja bann á dögunum. Hann á þrjá leiki eftir af banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×