Segja Skúla ætla að endurreisa WOW air undir nýju nafni Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 12:10 Skúli Mogensen er ekki af baki dottinn. Til stendur að blása lífi í rústir WOW Air. Ætlunin er að hefja rekstur nýs flugfélags og eru Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW sagðir leita fjármögnunar þessa dagana til að gera endurreisnina að veruleika. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í fjárfestingakynningu sem Fréttablaðið segir að Skúli hafi látið útbúa um hið nýja lággjaldaflugfélag. Skúli vildi hvorki staðfesta né vísa þessum fregnum á bug þegar fréttastofan hafði samband við hann nú í hádeginu. Í kynningunni, sem dagsett er 3. apríl, á meðal annars að koma fram að nýja flugfélagið hafi í hyggju, í upphafi, að reka fimm Airbus-farþegaþotur, fjórar af gerðinni A321neo og eina af gerðinni A320neo. Ætlunin sé að reka flugfélag sem fylgir hinni hörðu lággjaldastefnu sem WOW air iðkaði á fyrstu árum flugfélagsins.Hafi lært af falli WOW Kynningin gerir að sama skapi ráð fyrir því að Skúli og aðrir lykilstarfsmenn WOW munu eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu. Þeir sem munu leggja til fyrrnefnda 40 milljónir dala fari því með 49 prósent hlut. Nýja flugfélagið ætli sér að öðlast flugrekstrarleyfi á þeim forsendum að „að það sinni fyrstu vikurnar leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag, því takist að kaupa helstu eignir þrotabús WOW air, þar á meðal vörumerkið, það nái samkomulagi við leigusala um rekstur á fimm flugvélum og enn fremur að félaginu takist að sækja sér nægt fjármagn til þess að hefja starfsemi,“ eins og segir í frétt Fréttablaðisins. Þar segir ennfremur að í kynningunni standi að Skúli og hans fólk hafi „lært sína lexíu“ af falli WOW og muni því halda sig við hreinræktaða lággjaldastefnu - sambærilega þeirri sem WOW studdist við á fyrstu árunum.Uppfært klukkan 12:39. Í fyrri útgáfu var haft eftir Fréttablaðinu að nýja flugfélagið ætti að heita NewCo. Um var að ræða skammstöfun fyrir New Company, nýtt fyrirtæki. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Til stendur að blása lífi í rústir WOW Air. Ætlunin er að hefja rekstur nýs flugfélags og eru Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW sagðir leita fjármögnunar þessa dagana til að gera endurreisnina að veruleika. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í fjárfestingakynningu sem Fréttablaðið segir að Skúli hafi látið útbúa um hið nýja lággjaldaflugfélag. Skúli vildi hvorki staðfesta né vísa þessum fregnum á bug þegar fréttastofan hafði samband við hann nú í hádeginu. Í kynningunni, sem dagsett er 3. apríl, á meðal annars að koma fram að nýja flugfélagið hafi í hyggju, í upphafi, að reka fimm Airbus-farþegaþotur, fjórar af gerðinni A321neo og eina af gerðinni A320neo. Ætlunin sé að reka flugfélag sem fylgir hinni hörðu lággjaldastefnu sem WOW air iðkaði á fyrstu árum flugfélagsins.Hafi lært af falli WOW Kynningin gerir að sama skapi ráð fyrir því að Skúli og aðrir lykilstarfsmenn WOW munu eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu. Þeir sem munu leggja til fyrrnefnda 40 milljónir dala fari því með 49 prósent hlut. Nýja flugfélagið ætli sér að öðlast flugrekstrarleyfi á þeim forsendum að „að það sinni fyrstu vikurnar leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag, því takist að kaupa helstu eignir þrotabús WOW air, þar á meðal vörumerkið, það nái samkomulagi við leigusala um rekstur á fimm flugvélum og enn fremur að félaginu takist að sækja sér nægt fjármagn til þess að hefja starfsemi,“ eins og segir í frétt Fréttablaðisins. Þar segir ennfremur að í kynningunni standi að Skúli og hans fólk hafi „lært sína lexíu“ af falli WOW og muni því halda sig við hreinræktaða lággjaldastefnu - sambærilega þeirri sem WOW studdist við á fyrstu árunum.Uppfært klukkan 12:39. Í fyrri útgáfu var haft eftir Fréttablaðinu að nýja flugfélagið ætti að heita NewCo. Um var að ræða skammstöfun fyrir New Company, nýtt fyrirtæki.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15 Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fer yfir aðdraganda falls WOW air í aðsendri grein sem barst síðdegis í dag. 3. apríl 2019 17:15
Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta. 3. apríl 2019 07:45