Enski boltinn

Messan: Solskjær er ekki að fara að gera neitt með Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Er Ole Gunnar ekki rétti maðurinn fyrir Man. Utd eftir allt saman?
Er Ole Gunnar ekki rétti maðurinn fyrir Man. Utd eftir allt saman? vísir/getty
Það voru skiptar skoðanir um það í Messunni í gær hvort það hefði verið rétt hjá Man. Utd að ráða Ole Gunnar Solskjær sem stjóra félagsins til næstu þriggja ára.

Flestir stuðningsmenn Man. Utd fagna ráðningunni en Gunnleifur Gunnleifsson segir að United hafi ekki valið rétt.

„Nei, þetta var ekki rétt. Ég skil ráðninguna því það er búinn að vera ótrúlegur gangur á liðinu en tengdapabbi minn hefði getað tekið þetta lið og rifið það upp,“ sagði Gunnleifur.

„Þeir eru með fullt af heimsklassaleikmönnum og hver sem er gæti létt upp klefann. Solskjær er ekki að fara að gera neitt fyrir Man. Utd næstu árin.“

Reynir Leósson var nú ekki alveg sammála þessu.

„Ég veit að þú ert að fíflast því ég trúi því ekki að þú sért að halda svona vitleysu fram,“ sagði Reynir.

„Það þurfti svona gæja í klefann og það var ekki hægt að ganga fram hjá honum. Mitt fyrsta val var samt Pochettino. Það hefði allt orðið vitlaust ef einhver annar hefði verið ráðinn og ég held að Solskjær muni gera flotta hluti.“

Sjá má umræðuna hér að neðan.



Klippa: Messan um Solskjær

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×