Dóttir Trump hafnaði stöðu forseta Alþjóðabankans Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2019 21:14 Ivanka Trump gegnir stöðu ráðgjafa Bandaríkjaforseta. Getty Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32