Fótbolti

Þrír leikir í röð án sigurs og titillinn þarf að bíða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dani Alves í leiknum í kvöld.
Dani Alves í leiknum í kvöld. vísir/getty
PSG mistókst að vinna þriðja leikinn í röð er liðið tapaði fyrir Nantes, 3-2, á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Þetta var þriðja tækifærið sem PSG fær til þess að tryggja sér franska meistaratitilinn sem hefur lengi verið í augsýn en það hefur mistekist í þrígang.

Dani Alves kom PSG yfir á nítjándu en Diego Carlos og Majeed Waris komu heimamönnum í 2-1 fyrir leikhlé.

Dani Alves skoraði svo sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks áður en Metehan Guclu minnkaði muninn fyri PSG á 89. mínútu. Nær komust þeir ekki og lokatölur 3-2.

PSG er þó áfram með sautján stiga forskot á toppi deildarinnar er átján stig eru í pottinum. Lille er í öðru sætinu en Nantes er í því fjórtánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×