Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 12:00 Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað. Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira