Ríkið fær sex milljarða við sölu Kaupþings Hörður Ægisson skrifar 17. apríl 2019 07:30 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Markaðsvirði bankans er nú um 140 milljarðar. Fréttablaðið/Stefán Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira