Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 10:28 Berglind Svavarsdóttir segir málið snúast um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari. „Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Sjá meira
„Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Sjá meira
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53