Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 14:54 Vaxandi losun frá vegasamgöngum er að miklu leyti vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki þátturinn í þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Hanna Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira