Upplausn í Hollywood vegna kjaradeilna Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 23:19 David A. Goodman, formaður Samtaka handritshöfunda. Vísir/Getty Upplausn ríkir í Hollywood vegna deilna Samtaka handritshöfunda og Sambands umboðsmanna. Viðræður þeirra á milli hafa siglt í strand hvað eftir annað en umboðsmennirnir hafa neitað að samþykkja nýjar reglur sem handritshöfundarnir vilja setja. Framkvæmdastjóri Sambands umboðsmanna í Bandaríkjununm, Karen Stuart, sagði í bréfi til félagsmanna sinna að forsvarsmenn Samtaka handritshöfunda væru á vegferð sem hefði valdið algjörri upplausn í skemmtanaiðnaðinum, Samtök handritshöfunda kynnti til sögunnar nýjar reglur fyrir umboðsskrifstofur og skipaði öllum félagsmönnum sínum að reka umboðsmenn sína ef þeir neituðu að skrifa undir. Allar stóru umboðsskrifstofurnar neituðu að skrifa undir og fengu í staðinn fjölda bréfa frá umbjóðendum sínum sem sögðu samstarfi þeirra lokið. Málið snýst að stórum hluta um viðskiptahætti sem umboðsskrifstofurnar og myndverin hafa stundað síðastliðin ár. Umboðsskrifstofurnar fara með verkefni til myndvera þar sem búið er að setja saman í einn „pakka“ allt það sem þarf til að koma kvikmynd eða sjónvarpsseríu á laggirnar. Umboðsskrifstofurnar bjóða myndverum pakka sem inniheldur leikara, leikstjóra, sýningaraðila og handritshöfunda. Fá umboðsskrifstofurnar umtalsverða þóknun frá myndverum fyrir að setja saman slíkan pakka, en handritshöfundar vilja meina að þannig hafi kjör þeirra versnað því umboðsskrifstofurnar sjái sér ekki hag í því að semja sérstaklega um betri kjör fyrir þá eina. Samtök handritshöfunda fóru fram á að umboðsmennirnir hættu þessum „pakka-aðferðum“ og færu aftur í að semja sérstaklega um kjör handritshöfunda fyrir verkefni og fái 10 prósent af þóknun þeirra fyrir. Verður næsta vika forvitnileg að mati sérfræðinga og gætu þessar deilur haft umtalsverð áhrif á komandi verkefni. Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Upplausn ríkir í Hollywood vegna deilna Samtaka handritshöfunda og Sambands umboðsmanna. Viðræður þeirra á milli hafa siglt í strand hvað eftir annað en umboðsmennirnir hafa neitað að samþykkja nýjar reglur sem handritshöfundarnir vilja setja. Framkvæmdastjóri Sambands umboðsmanna í Bandaríkjununm, Karen Stuart, sagði í bréfi til félagsmanna sinna að forsvarsmenn Samtaka handritshöfunda væru á vegferð sem hefði valdið algjörri upplausn í skemmtanaiðnaðinum, Samtök handritshöfunda kynnti til sögunnar nýjar reglur fyrir umboðsskrifstofur og skipaði öllum félagsmönnum sínum að reka umboðsmenn sína ef þeir neituðu að skrifa undir. Allar stóru umboðsskrifstofurnar neituðu að skrifa undir og fengu í staðinn fjölda bréfa frá umbjóðendum sínum sem sögðu samstarfi þeirra lokið. Málið snýst að stórum hluta um viðskiptahætti sem umboðsskrifstofurnar og myndverin hafa stundað síðastliðin ár. Umboðsskrifstofurnar fara með verkefni til myndvera þar sem búið er að setja saman í einn „pakka“ allt það sem þarf til að koma kvikmynd eða sjónvarpsseríu á laggirnar. Umboðsskrifstofurnar bjóða myndverum pakka sem inniheldur leikara, leikstjóra, sýningaraðila og handritshöfunda. Fá umboðsskrifstofurnar umtalsverða þóknun frá myndverum fyrir að setja saman slíkan pakka, en handritshöfundar vilja meina að þannig hafi kjör þeirra versnað því umboðsskrifstofurnar sjái sér ekki hag í því að semja sérstaklega um betri kjör fyrir þá eina. Samtök handritshöfunda fóru fram á að umboðsmennirnir hættu þessum „pakka-aðferðum“ og færu aftur í að semja sérstaklega um kjör handritshöfunda fyrir verkefni og fái 10 prósent af þóknun þeirra fyrir. Verður næsta vika forvitnileg að mati sérfræðinga og gætu þessar deilur haft umtalsverð áhrif á komandi verkefni.
Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira