Enski boltinn

Solskjær: Við áttum þetta ekki skilið

Dagur Lárusson skrifar
Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn.
Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að lið hans hafi sloppið með skrekkinn í gær og hafi verið heppið með að fá þrjú stig.

 

Tvö vítaspyrnumörk Paul Pogba tryggði United sigur á West Ham sem margir vilja meina að hafi verið sterkari aðilinn í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Ole var ekki ánægður með spilamennsku síns liðs.

 

„Ég get ekki logið neinu. Stundum færðu meira en þú átt skilið og í dag var einn af þannig leikjum. Leikur okkar gegn Watford var einnig þannig leikur.“

 

„En á sama tíma voru útileikirnir gegn Wolves og Arsenal leikir sem við áttum skilið að vinna en gerðum það ekki. Þannig þetta virkar á báða vegu.“

 

„Þannig í dag vorum við að sjálfsögðu mjög heppnir að fá þrjú stig, við hefðum verið ánægðir með að fá jafntefli útfrá því hvernig leikurinn spilaðist. Sem betur fer var andstæðingurinn í dag ekki Barcelona, en liðsmenn West Ham spiluðu samt mjög vel og sköpuðu sér mikið af færum.“

 

Ole Gunnar og lærisveinar hans halda nú til Spánar þar sem þeir spila seinni leikinn gegn Barcelona á þriðjudaginn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×