Menning

Þorleifur Örn ráðinn listrænn stjórnandi Volksbühne

Atli Ísleifsson skrifar
Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson.
Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson. mynd/elma
Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið ráðin listrænn stjórnandi (Schauspiel Director) við leikhúsið Volksbühne í Berlín. Hann tekur við stöðunni við upphaf næsta leikárs.

Í tilkynningu segir að á næstu tveimur leikárum leikstýri Þorleifur Örn þremur leiksýningum á stóra sviði hússins, auk þess að leiða listræna uppbyggingu hússins. 

Hann muni opna leikárið 2019/20 með nýju verki byggðu á Ódysseifskviðu Hómers sem hann skrifar handrit að ásamt Mikael Torfasyni.

Þorleifur kveðst í skýjunum með þetta tækifæri. „Volksbühne hefur í sögulegu samhengi verið fremsta leikhús Þýskalands. Þarna unnu Piscator og Bertold Brecht, Besson og Frank Castorf svo fáeinir séu nefndir. Volksbühne hefur á hverjum tíma verið í fremstu röð hvað varðar listrænt hugrekki bæði sem stofnun og í leikstjórn, í rannsókn á formi og eðli leikhússins og mögulegri framþróun þess,“ er haft eftir Þorleifi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.