Helgi Sæmundur vendir kvæði sínu í kross og fer í ferðamannabransann Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2019 16:30 Helgi og Freyja hefja bráðlega störf. Sýningin 1238 – Baráttan um Ísland sem opnar á Sauðárkróki í vor hefur gengið frá ráðningum á tveimur vaktstjórum sem hafa munu umsjón með tæknimálum og þjónustu í húsnæði sýningarinnar. Í 1238 verður fjallað um Sturlungaöldina og stóratburðum hennar miðlað með hjálp nýjustu tækni s.s. sýndarveruleika. Rapparinn Helgi Sæmundur Guðmundsson er uppalinn á Sauðárkróki, að loknu stúdentsprófi fór hann til náms í tónlist og sem síðan hefur átt hug hans allan. Hann er helmingur hinnar frægu rappsveitar Úlfur Úlfur, auk þess hefur hann unnið við hljóðupptökur og hljóðblöndun sem og samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann flytur nú aftur á Krókinn en er hvergi nærri hættur í tónlistinni. „Sú hugmynd að flytja heim aftur hefur blundað í kollinum á mér lengi og ég hef verið að ota því að Kolfinnu unnustu minni að þar sé nú agalega fínt að vera. Svo missti hún vinnuna hjá Wow Air núna um daginn svolitlu eftir að við áttuðum okkur á því að við eigum von á barni seinnipart þessa árs og þó fór þetta alveg að meika hellings sens,“ segir Helgi Sæmundur í samtali við Vísi. „Ég er agalega heimakær og þegar ég sá þessa vinnu auglýsta fannst mér það mjög spennandi að eitthvað svona væri í gangi í heimabænum svo ég ákvað að senda inn umsókn. Ég fer einn norður í sumar og Kolfinna ætlar að njóta þess eiga frjálsan tíma hér í Reykjavík en svo tökum við stöðuna betur í haust. Ég mun sinna tónlistinni á fullu áfram samhliða nýja vinnunni.“ Helgi segist fá aðstöðu hjá foreldrum sínum á Króknum. „Sem og í Reykjavík og ég á augljóslega eftir að ferðast heilmikið á milli. Úlfur Úlfur voru að gefa út nýtt lag og eru að vinna í öðru núna. Svo er ég að klára tónlistina við nýja þáttaröð sem verður sýnd í vor sem og eina bíómynd í sumar. Það verður alveg bilað að gera en þannig fúnkera ég ágætlega.“Bæði uppalin á Sauðárkróki Freyja Rut Emilsdóttir er uppalin á Sauðárkróki, hún vann í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð, lærði til grunnskólakennara og kenndi um árabil í Vogaskóla, nam síðan menningarstjórnun, ferðamál og lærði til markþjálfa. Freyja hefur starfað við fjölbreytt verkefni á undanförnum árum og hefur til að mynda kennt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum nú í vetur. Freyja Rut og Helgi Sæmundur koma til starfa hjá 1238 undir lok mánaðarins. Ráðningum á sumarstarfsfólki er að mestu lokið og alls verða 12-14 starfsmenn í húsnæði sýningarinnar í sumar. Undirbúningur fyrir opnun 1238 er í fullum gangi, endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa sýningarnar er að ljúka og uppsetning sýninga og tæknibúnaðar fer fram á næstu vikum. Endurbótum í Gránu sem mun hýsa veitingasal, upplýsingamiðstöð og safnbúð lýkur í maí og stefnt er að opnun sýningarinnar í maímánuði. Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri 1238 segir í tilkynningu ráðningu þeirra Freyju og Helga Sæmundar stórt skref fyrir verkefnið. „Það er mjög ánægjulegt að þetta verkefni sé þegar farið að skapa möguleika fyrir ungt fólk að finna vinnu við sitt hæfi á Sauðárkróki,“ segir Áskell. „Við erum komin með mjög skemmtilegan hóp sem ætlar að hleypa þessari starfsemi af stokkunum með okkur í sumar og hér vinnu frábær hópur iðnaðarmanna og sýningarhönnuða með okkur að því að koma húsnæðinu og sýningum í það horf sem við viljum. Við erum því mjög bjartsýn á verkefnið og framtíðina og hlökkum til að opna dyr okkar fyrir gestum í næsta mánuði“. Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Sýningin 1238 – Baráttan um Ísland sem opnar á Sauðárkróki í vor hefur gengið frá ráðningum á tveimur vaktstjórum sem hafa munu umsjón með tæknimálum og þjónustu í húsnæði sýningarinnar. Í 1238 verður fjallað um Sturlungaöldina og stóratburðum hennar miðlað með hjálp nýjustu tækni s.s. sýndarveruleika. Rapparinn Helgi Sæmundur Guðmundsson er uppalinn á Sauðárkróki, að loknu stúdentsprófi fór hann til náms í tónlist og sem síðan hefur átt hug hans allan. Hann er helmingur hinnar frægu rappsveitar Úlfur Úlfur, auk þess hefur hann unnið við hljóðupptökur og hljóðblöndun sem og samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann flytur nú aftur á Krókinn en er hvergi nærri hættur í tónlistinni. „Sú hugmynd að flytja heim aftur hefur blundað í kollinum á mér lengi og ég hef verið að ota því að Kolfinnu unnustu minni að þar sé nú agalega fínt að vera. Svo missti hún vinnuna hjá Wow Air núna um daginn svolitlu eftir að við áttuðum okkur á því að við eigum von á barni seinnipart þessa árs og þó fór þetta alveg að meika hellings sens,“ segir Helgi Sæmundur í samtali við Vísi. „Ég er agalega heimakær og þegar ég sá þessa vinnu auglýsta fannst mér það mjög spennandi að eitthvað svona væri í gangi í heimabænum svo ég ákvað að senda inn umsókn. Ég fer einn norður í sumar og Kolfinna ætlar að njóta þess eiga frjálsan tíma hér í Reykjavík en svo tökum við stöðuna betur í haust. Ég mun sinna tónlistinni á fullu áfram samhliða nýja vinnunni.“ Helgi segist fá aðstöðu hjá foreldrum sínum á Króknum. „Sem og í Reykjavík og ég á augljóslega eftir að ferðast heilmikið á milli. Úlfur Úlfur voru að gefa út nýtt lag og eru að vinna í öðru núna. Svo er ég að klára tónlistina við nýja þáttaröð sem verður sýnd í vor sem og eina bíómynd í sumar. Það verður alveg bilað að gera en þannig fúnkera ég ágætlega.“Bæði uppalin á Sauðárkróki Freyja Rut Emilsdóttir er uppalin á Sauðárkróki, hún vann í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð, lærði til grunnskólakennara og kenndi um árabil í Vogaskóla, nam síðan menningarstjórnun, ferðamál og lærði til markþjálfa. Freyja hefur starfað við fjölbreytt verkefni á undanförnum árum og hefur til að mynda kennt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum nú í vetur. Freyja Rut og Helgi Sæmundur koma til starfa hjá 1238 undir lok mánaðarins. Ráðningum á sumarstarfsfólki er að mestu lokið og alls verða 12-14 starfsmenn í húsnæði sýningarinnar í sumar. Undirbúningur fyrir opnun 1238 er í fullum gangi, endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa sýningarnar er að ljúka og uppsetning sýninga og tæknibúnaðar fer fram á næstu vikum. Endurbótum í Gránu sem mun hýsa veitingasal, upplýsingamiðstöð og safnbúð lýkur í maí og stefnt er að opnun sýningarinnar í maímánuði. Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri 1238 segir í tilkynningu ráðningu þeirra Freyju og Helga Sæmundar stórt skref fyrir verkefnið. „Það er mjög ánægjulegt að þetta verkefni sé þegar farið að skapa möguleika fyrir ungt fólk að finna vinnu við sitt hæfi á Sauðárkróki,“ segir Áskell. „Við erum komin með mjög skemmtilegan hóp sem ætlar að hleypa þessari starfsemi af stokkunum með okkur í sumar og hér vinnu frábær hópur iðnaðarmanna og sýningarhönnuða með okkur að því að koma húsnæðinu og sýningum í það horf sem við viljum. Við erum því mjög bjartsýn á verkefnið og framtíðina og hlökkum til að opna dyr okkar fyrir gestum í næsta mánuði“.
Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira