Nýjustu fréttirnar af fórnarlömbum Drake bölvunarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 15:00 Hugo Lloris fagnar eftir að hafa varið vítið frá Sergio Aguero í Meistaradeildarleik Manchester City og Tottenham í gærkvöldi. Getty/Matthew Ashton Sergio Aguero, Jadon Sancho og Pierre-Emerick Aubameyang bættust á dögunum í hóp margra fórnarlamba Drake bölvunarinnar. Það er nefnilega oftar en ekki hlutskipti íþróttamanna að tapa og/eða klúðra leikjum eftir að hafa freistast að láta taka að sér mynd með Drake í aðdraganda mikilvægra leikja. Drake er kanadískur rappari og mjög virtur og vinsæll tónlistarmaður. Margar af þessum knattspyrnuhetjum eru því að hitta þarna uppáhaldið sitt og þá er erfitt að standast það að fá að sér mynd með goðinu. Þekkt dæmi um áhrif Drake bölvunarinnar er þegar Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov og Serena Williams tapaði mjög óvænt fyrir Robertu Vinci á opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Annað dæmi er lið Miami Heat þegar LeBron James og Dwyane Wade töpuðu fyrir San Antonio Spurs 4-1 í lokaúrslitunum 2014. Nýjustu fréttirnar af fórnarlömbum Drake bölvunarinnar eru þrír knattspyrnumenn birtu myndir af sér með Drake á samfélagsmiðlum. Sergio Aguero fékk mynd af sér með Drake og í næsta leik á eftir þá klúðraði hann vítaspyrnu og Manchester City tapaði 1-0 á móti Tottenham í Meistaradeildinni. Jadon Sancho fékk líka mynd af sér með Drake. Hann og félagar hans í Dortmund töpuðu síðan 5-0 á móti Bayern München í hálfgerðum úrslitaleik um þýska meistaratitilinn. Þá má ekki gleyma hlutskipti Pierre-Emerick Aubameyang og félaga á móti Everton. Arsenal tapaði 1-0 á Goodison Park þar sem Gylfi Þór Sigurðsson reyndi jafnmörg skot og allt Arsenal-liðið til samans. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Sergio Aguero, Jadon Sancho og Pierre-Emerick Aubameyang bættust á dögunum í hóp margra fórnarlamba Drake bölvunarinnar. Það er nefnilega oftar en ekki hlutskipti íþróttamanna að tapa og/eða klúðra leikjum eftir að hafa freistast að láta taka að sér mynd með Drake í aðdraganda mikilvægra leikja. Drake er kanadískur rappari og mjög virtur og vinsæll tónlistarmaður. Margar af þessum knattspyrnuhetjum eru því að hitta þarna uppáhaldið sitt og þá er erfitt að standast það að fá að sér mynd með goðinu. Þekkt dæmi um áhrif Drake bölvunarinnar er þegar Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov og Serena Williams tapaði mjög óvænt fyrir Robertu Vinci á opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Annað dæmi er lið Miami Heat þegar LeBron James og Dwyane Wade töpuðu fyrir San Antonio Spurs 4-1 í lokaúrslitunum 2014. Nýjustu fréttirnar af fórnarlömbum Drake bölvunarinnar eru þrír knattspyrnumenn birtu myndir af sér með Drake á samfélagsmiðlum. Sergio Aguero fékk mynd af sér með Drake og í næsta leik á eftir þá klúðraði hann vítaspyrnu og Manchester City tapaði 1-0 á móti Tottenham í Meistaradeildinni. Jadon Sancho fékk líka mynd af sér með Drake. Hann og félagar hans í Dortmund töpuðu síðan 5-0 á móti Bayern München í hálfgerðum úrslitaleik um þýska meistaratitilinn. Þá má ekki gleyma hlutskipti Pierre-Emerick Aubameyang og félaga á móti Everton. Arsenal tapaði 1-0 á Goodison Park þar sem Gylfi Þór Sigurðsson reyndi jafnmörg skot og allt Arsenal-liðið til samans.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira