Erlent

Neyðarfundur í Brussel vegna Brexit

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Theresa May ásamt Emanuel Macron, forseta Frakklands, í París í gær þar sem þau funduðu vegna Brexit.
Theresa May ásamt Emanuel Macron, forseta Frakklands, í París í gær þar sem þau funduðu vegna Brexit. vísir/getty
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag á neyðarfundi í Brussel ásamt Theresu May forsætisráðherra Breta, til að ræða stöðuna í Brexit og hvort veita skuli Bretum frest til 30. júní til að yfirgefa sambandið, líkt og May hefur farið fram á.

Evrópuleiðtogarnir eru sagðir svartsýnir á að frestur til 30. júní sé nægilega langur tími fyrir Breta til að koma málum sínum í lag og því er talið líklegast að ESB veiti Bretum jafnvel enn lengri frest, eða heilt ár, með möguleika á að yfirgefa sambandið fyrr, takist þeim að samþykkja útgöngusamning sem reyndar hefur verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu.

Ef ekki semst í þessari lotu blasir við að Bretar fari úr Evrópusambandinu ekki á morgun heldur hinn, samningslausir.


Tengdar fréttir

Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings

Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×