Erlent

Fyrrverandi hermaður handtekinn grunaður um skipulagningu hryðjuverka

Sylvía Hall skrifar
Frá blaðamannafundi vegna málsins.
Frá blaðamannafundi vegna málsins. Vísir/Getty
Mark Steven Domingo, 26 ára gamall fyrrverandi hermaður Bandaríkjahers, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ætlað að fremja fjöldamorð í Kaliforníu. BBC greinir frá.



Domingo
 var handtekinn á föstudag þegar hann tók á móti sendingu sem hann taldi innihalda sprengju. Var sendingin afhent af leynilögreglumönnum sem handtóku hann á staðnum. 

Í gögnum málsins kemur fram að Domingo hafði ætlað sér að búa til „gereyðingarvopn“ og nota það á samkomu hvítra þjóðernissinna í Long Beach. Hann hafði íhugað marga staði og voru gyðingar upprunalega skotmarkið sem hann hafði í huga. 

Domingo hafði tjáð sig um slíkar árásir á spjallborðum á Internetinu og einnig í samtölum við lögreglumann bandarísku alríkislögreglunnar sem þóttist vera skoðanabróðir hans í samtölum á spjallþráðum. Sagðist hann vilja „ná fram hefndum“ vegna hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í mars á þessu ári og vegna annarra árása á múslima. 

Sjá einnig: Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands

Þá er hann sagður hafa litið til skotárásarinnar í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið og notað hana sem fyrirmynd að áætlun sinni og sagði meðal annars í skrifum sínum á spjallþráðum að „Bandaríkin þyrftu annan Vegas atburð“.


Tengdar fréttir

Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka

Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×