Beindi fyrirspurn að samflokkskonu sinni varðandi Procar Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2019 18:01 Þórdís Kolbrún sagðist hafa átt við að almennt væri íþyngjandi að svipta fyrirtæki starfsleyfi sínu, ekki bara í tilviki Procar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum. Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum.
Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15