Bolton er fallið úr deildinni og í gær óskuðu forráðamenn félagsins eftir því að félagið fengi að gefa síðustu tvo leikina en þeirri beiðni var hafnað af stjórn deildarinnar.
Þrátt fyrir það neita leikmenn liðsins að mæta í leikinn og hefur honum því verið aflýst en í yfirlýsingu deildarinnar segir að Bolton eigi von á sekt fyrir að mæta ekki til leiks.
Félagið hefur átt í miklum erfiðleikum í vetur en sjö ár eru síðan liðið lék síðast í ensku úrvalsdeildinni og hafa íslenskir leikmenn á borð við Guðna Bergsson, Arnar Gunnlaugsson og Eið Smára Guðjohnsen leikið fyrir Bolton.
The club has this morning released the following statement.
— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) April 27, 2019
https://t.co/YQcueGqlrl#BWFC