Mesta óánægjan með Sigríði og Bjarna en Lilja vinsælust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 15:29 Flestir eru ánægðir með störf Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs. Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs.
Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira