Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 13:56 Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hafa búist við svo harðri gagnrýni. Vísir/hanna Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“ Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir í síðustu viku, hafa verið óheppilega tímasettan. Hann telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu, líkt og hvatt hefur verið til í kjölfar tilkynningarinnar. Hækkanir ÍSAM eru breytilegar eftir vöruflokkum en í umræddum tölvupósti kom fram að þær tækju gildi, yrðu kjarasamningar samþykktir. Sumar vörur hækka um 1,9%, aðrar um 2,7% en mesta hækkunin nemur 3,9% á vörum hjá Ora og Fróni. Þá hefur Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, boðað 6,2% verðhækkanir á vörum sínum.Óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma verðhækkanirnar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur til að mynda lýst verðhækkunum ÍSAM og annarra fyrirtækja sem ógeðfelldum.Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM.Mynd/AðsendHermann Stefánsson forstjóri ÍSAM, sem á Mylluna Ora og fleiri fyrirtæki, segist skilja hörð viðbrögð í garð fyrirtækisins vegna boðaðra verðhækkana. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki búist við svo harðri gagnrýni. „Ég skil viðbrögðin og ég sé núna að þetta var óheppileg tímasetning að vísa í kjarasamningana.“Munu ekki endurskoða ákvörðunina Hann tekur fram að upphaflega tilkynningin hafi ekki verið yfirlýsing eða fréttatilkynning heldur hafi fyrirtækinu þótt sanngjarnt gagnvart viðskiptavinum sínum að láta þá vita af hækkununum með góðum fyrirvara. Samkeppnisstaða íslensks framleiðsluiðnaðar sé erfið. „Þess vegna er okkur nauðugur þessi kostur að hækka verð,“ segir Hermann. Fyrirtækið hefur ekki hugsað sér að endurskoða ákvörðun um hækkanirnar og munu þær taka gildi 1. maí næstkomandi eins og fyrirhugað var. Í morgun var svo greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefðu verið samþykktir. Hermann segir að það hafi verið löngu fyrirséð að samningarnir hefðu áhrif á verðlag í landinu. Vona að vörurnar verði ekki sniðgengnar Nokkuð hefur borið á því að neytendur séu hvattir til að sniðganga vörur ÍSAM og annarra fyrirtækja sem hafa boðað verðhækkanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokaði til dæmis ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin. Þá hvatti Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA einnig til sniðgöngu í færslu á Facebook um helgina. Hermann bindur vonir við að ekki verði gripið til slíkra aðgerða. „Við höfum séð hvað fólk segir og skrifar um að sniðganga vörur okkar, en vonum að fólk muni ekki gera það, enda teljum við hækkanir okkar hóflegar og ekki réttlæta svo hörð viðbrögð. Við störfum á samkeppnismarkaði og það er ljóst að ekki er eingöngu hægt að velta kostnaðarhækkununum út í verðlag. Við höfum eftir fremsta megni reynt að mæta kostnaðarhækkunum með aukinni hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum bæði á framleiðslusviði og meðal stjórnenda.“
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06