Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 10:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira