Ílengist í dómsmálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Þórdís Kolbrún tekur hér við lyklunum hjá Sigríði þann 14. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira