Skapandi óreiða Barns náttúrunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. apríl 2019 08:00 Hann er ekki einfaldur karla-karl, segir Haukur um Halldór Laxness. Fréttablaðið/Ernir Að vera kjur eða fara burt? er sýning sem opnar í dag, þriðjudaginn 23. apríl í Landsbókasafni Íslands. Tilefnið er aldarafmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness. Á sýningunni eru meðal annars bréf Halldórs til foreldra sinna, fyrsta útgáfa Barns náttúrunnar með athugasemdum Halldórs sjálfs og myndir og textar þar sem leitast er við að varpa ljósi á tíðarandann á Íslandi þegar bókin kom út. Á sýningunni eru líka skapandi verkefni sem nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði unnu upp úr sögunni en þau eru mörg hver jafnaldrar höfundarins 16 og 17 ára. Vegleg sýningarskrá kemur út en í henni eru greinar eftir fræðimenn og listafólk. Þar skrifar Haukur Ingvarsson um skáldsöguna Barn náttúrunnar, Halldór Guðmundsson skrifar um barnið Halldór Laxness sem var aðeins sextán ára þegar hann skrifaði söguna. Kristín Marja Baldursdóttir fjallar um myndlist á Íslandi árið 1919, Árni Heimir Ingólfsson um tónlist og Sjón um kvikmyndir. Auður Jónsdóttir skrifar um fjölskylduna í Laxnesi og Unnar Örn um bókaútgáfu í aldarbyrjun. „Okkur langaði til að rekja okkur eftir ákveðnum þráðum í bókinni sem liggja út í samtíma hennar. Sjónum er sem sé bæði beint að bókinni og menningarumhverfinu sem hún kemur inn í árið 1919,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur og rithöfundur sem skrifar hryggjarstykkið í sýningarskránni. „Ég held að þetta sé eitt af þeim tímabilum sem á eftir að verða í mikilli endurskoðun í bókmenntasögunni. Tengslin við útlönd voru t.a.m. önnur en við ímyndum okkur alla jafna. Eimskipafélagið var nýstofnað og á tímum fyrri heimstyrjaldar sigldu skip þess til Englands annars vegar og til Ameríku hins vegar. Kannski verður Íslendingum ljóst á þessum tíma að lega landsins á hnettinum er mjög dýnamísk. Þeir geta horft bæði til Evrópu og Ameríku. Og stundum hefur kastljósinu verið beint á móti eins og á tímum seinni heimstyrjaldarinnar og í kalda stríðinu.“ Hulda lík Halldóri Eitt af umfjöllunarefnum Barns náttúrunnar er einmitt Vesturfarinn Randver, efnaður aðkomumaður, sem snýr aftur til Íslands til að leita að andlegum verðmætum. Hann er með allt aðra reynslu en þorri Íslendinga. En aðalpersóna bókarinnar er Hulda – barn náttúrunnar. „Manni finnst eins og það sé mest af Halldóri sjálfum í Huldu. Hún er jafnaldri Halldórs og lík honum að ýmsu leyti,“ segir Haukur. „Hún er óstýrilát og dreymir stóra drauma um að sigla og skoða heiminn. En eins og svo oft á höfundarferli Halldórs þá er undarleg þverstæða milli lífs og listar. Hulda og Randver verða ástfangin og eftir miklar flækjur ákveður hún að fylgja hugsjón hans um að setjast að á Íslandi, rækta landið og sinna búskap. Bókin var hins vegar ekki komin úr prentun þegar Halldór sjálfur var kominn á skipsfjöl á leið út í heim, algjörlega í andstöðu við niðurstöðu bókarinnar.“ Í verki þessa barns sem skrifar bókina er kvenpersónan lang áhugaverðust. „Ég held að þetta sé eitt af því sem gerir höfundarverk Halldórs Laxness lífvænlegt. Hann er ekki einfaldur karla-karl. Þótt þetta sé bók eftir sextán til sautján ára barn þá gefur hún vísbendingar um það sem síðar átti eftir að verða. Ugla og Snæfríður Íslandssól, svo ekki sé minnst á Sölku Völku, eru persónur í fullri stærð sem hægt er að skoða frá öllum hliðum, ekki bara einvíð ástarviðföng. Eftir að hafa legið yfir Barni náttúrunnar held ég áfram að brjóta heilann um Huldu og af hverju hún sættir sig við að verða bóndakona uppi á heiði. Það er skapandi óreiða í bókinni sem gerir hana spennandi eftir öll þessi ár.“ Snjöll frásagnartækni Haukur segir að í þessu æskuverki sé að finna hugmyndir sem stingi síðar upp kollinum í verkum Laxness. „Það eru spírur í þessari litlu bók sem blómstra í seinni verkum hans. Þótt þetta sé bók eftir sextán til sautján ára barn þá gefur hún vísbendingar um það sem síðar átti eftir að verða. Ég tel að upphafskaflinn sýni ótvíræða hæfileika höfundarins. Hann flæðir áfram, vellur hreinlega yfir mann. Lesendur slást í för með æskumanni sem er greinilega í sjúklegri ástarsorg og ætlar að fremja sjálfsmorð. Honum tekst ætlunarverk sitt og hann hverfur af sjónarsviðinu. Örlög hans eru forvitnileg, þau magna upp spennu og vekja spurningar sem lesandinn leitar svara við bókina á enda. Þetta er ákaflega snjöll frásagnartækni sem ég held að Halldór noti seinna í breyttri mynd í Sjálfstæðu fólki þegar hann leiðir sögusviðið fyrir sjónir lesandans með kynngimagnaðri þjóðsögu. Fortíðin breytist Haukur segir að afstaðan til dauðans í bókinni sé umhugsunarverð. „Meðan Halldór skrifaði bókina geisaði fyrri heimsstyrjöldinni og spænska veikin. Dauðinn var nálægur. Maður sér þetta á fleiri bókum sem komu út um þetta leyti, það mætti nefna Söngva förumannsins eftir berklaskáldið Stefán frá Hvítadal og Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson. Myrkrið og dauðafantasíurnar eru ekki bara hluti af ímynd eða bókmenntaleg minni, heldur hluti af reynsluheimi þessara manna.“ Merkja má áhrif frá skáldum eins og Einari Benediktssyni, Torfhildi Hólm og Sigurði Nordal á Barn náttúrunnar en Haukur bendir líka á það hvernig samtíminn hefur áhrif á það hvernig við upplifum eldri texta. „Mánasteinn eftir Sjón opnaði t.a.m. augu mín fyrir áhrifum kvikmynda á Barn náttúrunnar. Halldór lýsir ýktum geðshræringum hjá persónum og ég held að það látbragð sé beintengt við þöglu myndirnar. Það mætti líka nefna fyrirlestur Helgu Kress á Hugvísindaþingi á dögunum þar sem hún fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í íslenskum bókmenntum og þá sérstaklega í Heimsljósi. Helga talaði fyrir fullum sal og af viðbrögðum fólks mátti ráða að #metoo byltingin opnaði augu þess fyrir þessum þáttum í höfundarverki Halldórs. Ég held að þetta sýni að fortíðin er ekki klöppuð í stein, hún breytist. Og ég held að sjálfsmynd okkar breytist um leið. Bókmenntatextar eru ákveðinn mælikvarði á þessar breytingar. Þegar við sjáum eitthvað nýtt í texta sem við töldum okkur gjörþekkja þá er það vísbending um að breytingar hafi átt sér stað.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Að vera kjur eða fara burt? er sýning sem opnar í dag, þriðjudaginn 23. apríl í Landsbókasafni Íslands. Tilefnið er aldarafmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness. Á sýningunni eru meðal annars bréf Halldórs til foreldra sinna, fyrsta útgáfa Barns náttúrunnar með athugasemdum Halldórs sjálfs og myndir og textar þar sem leitast er við að varpa ljósi á tíðarandann á Íslandi þegar bókin kom út. Á sýningunni eru líka skapandi verkefni sem nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði unnu upp úr sögunni en þau eru mörg hver jafnaldrar höfundarins 16 og 17 ára. Vegleg sýningarskrá kemur út en í henni eru greinar eftir fræðimenn og listafólk. Þar skrifar Haukur Ingvarsson um skáldsöguna Barn náttúrunnar, Halldór Guðmundsson skrifar um barnið Halldór Laxness sem var aðeins sextán ára þegar hann skrifaði söguna. Kristín Marja Baldursdóttir fjallar um myndlist á Íslandi árið 1919, Árni Heimir Ingólfsson um tónlist og Sjón um kvikmyndir. Auður Jónsdóttir skrifar um fjölskylduna í Laxnesi og Unnar Örn um bókaútgáfu í aldarbyrjun. „Okkur langaði til að rekja okkur eftir ákveðnum þráðum í bókinni sem liggja út í samtíma hennar. Sjónum er sem sé bæði beint að bókinni og menningarumhverfinu sem hún kemur inn í árið 1919,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur og rithöfundur sem skrifar hryggjarstykkið í sýningarskránni. „Ég held að þetta sé eitt af þeim tímabilum sem á eftir að verða í mikilli endurskoðun í bókmenntasögunni. Tengslin við útlönd voru t.a.m. önnur en við ímyndum okkur alla jafna. Eimskipafélagið var nýstofnað og á tímum fyrri heimstyrjaldar sigldu skip þess til Englands annars vegar og til Ameríku hins vegar. Kannski verður Íslendingum ljóst á þessum tíma að lega landsins á hnettinum er mjög dýnamísk. Þeir geta horft bæði til Evrópu og Ameríku. Og stundum hefur kastljósinu verið beint á móti eins og á tímum seinni heimstyrjaldarinnar og í kalda stríðinu.“ Hulda lík Halldóri Eitt af umfjöllunarefnum Barns náttúrunnar er einmitt Vesturfarinn Randver, efnaður aðkomumaður, sem snýr aftur til Íslands til að leita að andlegum verðmætum. Hann er með allt aðra reynslu en þorri Íslendinga. En aðalpersóna bókarinnar er Hulda – barn náttúrunnar. „Manni finnst eins og það sé mest af Halldóri sjálfum í Huldu. Hún er jafnaldri Halldórs og lík honum að ýmsu leyti,“ segir Haukur. „Hún er óstýrilát og dreymir stóra drauma um að sigla og skoða heiminn. En eins og svo oft á höfundarferli Halldórs þá er undarleg þverstæða milli lífs og listar. Hulda og Randver verða ástfangin og eftir miklar flækjur ákveður hún að fylgja hugsjón hans um að setjast að á Íslandi, rækta landið og sinna búskap. Bókin var hins vegar ekki komin úr prentun þegar Halldór sjálfur var kominn á skipsfjöl á leið út í heim, algjörlega í andstöðu við niðurstöðu bókarinnar.“ Í verki þessa barns sem skrifar bókina er kvenpersónan lang áhugaverðust. „Ég held að þetta sé eitt af því sem gerir höfundarverk Halldórs Laxness lífvænlegt. Hann er ekki einfaldur karla-karl. Þótt þetta sé bók eftir sextán til sautján ára barn þá gefur hún vísbendingar um það sem síðar átti eftir að verða. Ugla og Snæfríður Íslandssól, svo ekki sé minnst á Sölku Völku, eru persónur í fullri stærð sem hægt er að skoða frá öllum hliðum, ekki bara einvíð ástarviðföng. Eftir að hafa legið yfir Barni náttúrunnar held ég áfram að brjóta heilann um Huldu og af hverju hún sættir sig við að verða bóndakona uppi á heiði. Það er skapandi óreiða í bókinni sem gerir hana spennandi eftir öll þessi ár.“ Snjöll frásagnartækni Haukur segir að í þessu æskuverki sé að finna hugmyndir sem stingi síðar upp kollinum í verkum Laxness. „Það eru spírur í þessari litlu bók sem blómstra í seinni verkum hans. Þótt þetta sé bók eftir sextán til sautján ára barn þá gefur hún vísbendingar um það sem síðar átti eftir að verða. Ég tel að upphafskaflinn sýni ótvíræða hæfileika höfundarins. Hann flæðir áfram, vellur hreinlega yfir mann. Lesendur slást í för með æskumanni sem er greinilega í sjúklegri ástarsorg og ætlar að fremja sjálfsmorð. Honum tekst ætlunarverk sitt og hann hverfur af sjónarsviðinu. Örlög hans eru forvitnileg, þau magna upp spennu og vekja spurningar sem lesandinn leitar svara við bókina á enda. Þetta er ákaflega snjöll frásagnartækni sem ég held að Halldór noti seinna í breyttri mynd í Sjálfstæðu fólki þegar hann leiðir sögusviðið fyrir sjónir lesandans með kynngimagnaðri þjóðsögu. Fortíðin breytist Haukur segir að afstaðan til dauðans í bókinni sé umhugsunarverð. „Meðan Halldór skrifaði bókina geisaði fyrri heimsstyrjöldinni og spænska veikin. Dauðinn var nálægur. Maður sér þetta á fleiri bókum sem komu út um þetta leyti, það mætti nefna Söngva förumannsins eftir berklaskáldið Stefán frá Hvítadal og Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson. Myrkrið og dauðafantasíurnar eru ekki bara hluti af ímynd eða bókmenntaleg minni, heldur hluti af reynsluheimi þessara manna.“ Merkja má áhrif frá skáldum eins og Einari Benediktssyni, Torfhildi Hólm og Sigurði Nordal á Barn náttúrunnar en Haukur bendir líka á það hvernig samtíminn hefur áhrif á það hvernig við upplifum eldri texta. „Mánasteinn eftir Sjón opnaði t.a.m. augu mín fyrir áhrifum kvikmynda á Barn náttúrunnar. Halldór lýsir ýktum geðshræringum hjá persónum og ég held að það látbragð sé beintengt við þöglu myndirnar. Það mætti líka nefna fyrirlestur Helgu Kress á Hugvísindaþingi á dögunum þar sem hún fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í íslenskum bókmenntum og þá sérstaklega í Heimsljósi. Helga talaði fyrir fullum sal og af viðbrögðum fólks mátti ráða að #metoo byltingin opnaði augu þess fyrir þessum þáttum í höfundarverki Halldórs. Ég held að þetta sýni að fortíðin er ekki klöppuð í stein, hún breytist. Og ég held að sjálfsmynd okkar breytist um leið. Bókmenntatextar eru ákveðinn mælikvarði á þessar breytingar. Þegar við sjáum eitthvað nýtt í texta sem við töldum okkur gjörþekkja þá er það vísbending um að breytingar hafi átt sér stað.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira