Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 14:25 Lögreglan mun ræða við drengi og foreldra þeirra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira