Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. apríl 2019 07:00 Núverandi höfuðstöðvar smálánafyrirtækjanna í Kaupmannahöfn. Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09
Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00