Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:45 Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur. Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. Hann segist vona að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka. Markmiðið er að sporna við loftslagsáhrifum og í staðinn fyrir bensínstöðvar verði byggðar upp íbúðir, hverfisverslanir eða önnur starfsemi. Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari breytingu í samvinnu við borgina. Einhugur var um málið í borgarstjórn. „Það var ekki bara einhugur heldur sammæltist fólk um að markmið sem áður átti að ná 2030, að fækka bensínstöðvum um helming, það er núna einróma vilji til þess að ná því fyrir 2025,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segir samráð hafa verið haft við fyrirtækin sem eiga í hlut við undirbúninginn. Sjálfur hafi hann átt fundi með forstjórum nokkurra olíufélaganna. „Við sjáum, með því að kortleggja lóðaréttindin, að sumir lóðaleigusamningarnir eru útrunnir, aðrir eru alveg að fara að renna út, við skilgreinum tveggja ára glugga þar sem við erum til í að framlengja samningana um tvö ár ef að félögin vinna með okkur skipulag sem breyta landnotkuninni á þessum lóðum,“ segir Dagur, spurður í hverju hvatarnir felist fyrir olíufélögin. Þá verði gefinn ákveðinn afsláttur af gjöldum. Hugnist félögunum ekki þessir hvatar muni borgin ekki endurnýja lóðaleigusamninga. „Nú vona ég að önnur sveitarfélög taki líka við sér. Ég held að við séum að upplifa mikla hugarfarsbreytingu og bylgju sem undirstrikar vilja Íslendinga til að standa fremst og framarlega með öðrum borgum og löndum sem vilja gera sitt til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Dagur.
Bensín og olía Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira