Fleiri slasast vegna fíkniefna- en ölvunaraksturs Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 15:43 Frá vettvangi umferðarslyss í fyrra. Vísir/MHH Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent