Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 12:00 Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum. Getty/Amy Luk Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. Raniere hefur verið ákærður grunaður um fjölda brota, þar á meðal fjárkúgun, mansal og kynlífsþrælkun á vegum sértrúarsafnaðarins Nxivm sem hann stofnaði á tíunda áratug síðustu aldar. Söfnuðurinn var sögn Raniere ætlaður til þess að hjálpa fylgjendum hans en virðist í raun hafa verið kynlífsþrælkunarbúðir. Málið snýr einkum að hóp innan Nxivm sem kallaðist DOS og átti að vera einhvers konar kvenfélag innan Nxivm. Hópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans að bæta líf þeirra og vera valdeflandi. Það virðist hins vegar hafa komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum.Réttarhöld eru hafin yfir Keith Raniere, leiðtoga Nxivm.SkjáskotÞrælar og yfirboðarar Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Í dómsal lýsti Sylvie hvernig lífið hafi verið sem meðlimur DOS. Konur sem gengu í hópin voru kallaðir þrælar og áttu þeir að lúta boðvaldi svokallaðra yfirboðara. Þurftu konurnar að láta yfirboðara sína í hendur eitthvað sem gæti komið „þrælunum“ illa sem einhverskonar tryggingu fyrir því að þær myndu haga sér í samræmi við óskir yfirboðaranna. Sylvie lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Síðar lét hún yfirboðara sinn fá bréf sem í stóð að hann hefði vald yfir því hvort Sylvie mætti eignast börn eða ekki.Smallville-stjarnan Allison Mack var hluti af hópnum.Getty/Spencer PlattGerði allt sem yfirboðarinn sagði henni að gera Skömmu eftir að Sylvie gekk til liðs við Dos sagði yfirboðari hennar, kona að nafni Monica Duran, að hún ætti að hitta Raniere. Sagði hún að hann hefði skipaði henni að afklæðast áður en að hann nauðgaði henni með því að framkvæmda munnleg kynmök á henni. Hún taldi sig ekki vera í aðstöðu til að segja nei „Þetta var skipun frá yfirboðara mínum og mitt hlutverk sem þræll,“ sagði Sylvie. Eftir að þetta átti sér stað sagði Raniere við hana að nú væri hún hluti af innra hring hópsins, áður en hann tók mynd af kynfærum hennar. Sylvie sagðist hafa verið áfjáð í að ganga til liðs við hópinn og taldi hún að þar gæti hún bætt sig sem manneskju. Viðurkenndi hún þó í dómsal að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað aðild að hópnum fæli í sér. Var hún meðlimur í um tvö ár og sagðist hún þá hafa fylgt öllum skipunum sem Duran gaf henni, þar á meðal að fá fleiri „þræla“ í hópinn og fá frá þeim sams konar tryggingu og hún hafði lagt fram. Þá hafi Duran gefið henni hundaól sem tákna hafi átt samband þeirra sem þræls og yfirboðara„Ef ég væri besti þrælinn“ Svo virðist sem að Duran hafi nýtt sér þjónustu Sylvie óspart og lét hún hana fara í göngutúr með hund hennar, kaupa inn í matinn og ná í lyf fyrir hana svo dæmi séu tekin. Í máli Sylvie kom einnig fram til hafi staðið að brennimerkja hana en ekki hafi komið til þess vegna rannsóknar yfirvalda á hópnum. Verjendur Raniere spurðu Sylvie ítrekað út í samskipti hennar og Raniere. Lögðu þeir áherslu á skilaboð sem fóru þeirra á milli sem virðast hafa farið fram á vinsamlegum nótum. Meðal annars var spurt út í beiðnir hennar um að hitta Raniere, nektarmyndir sem hún sendi honum og skilaboð sem úr mætti væntumþykju í garð Raniere. Sagði Sylvie að hún hafi gert allt þetta þar sem hún hafi litið svo á þetta væri hlutverk hennar sem þræll innan hópsins. Þá hafi hún talið að ef hún hegðaði sér vel myndi líf hennar batna „Ef ég væri besti þrælinn,“ sagðist hún hafa trúað, „þá hlutirnir kannski ganga upp hjá mér“ Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. Raniere hefur verið ákærður grunaður um fjölda brota, þar á meðal fjárkúgun, mansal og kynlífsþrælkun á vegum sértrúarsafnaðarins Nxivm sem hann stofnaði á tíunda áratug síðustu aldar. Söfnuðurinn var sögn Raniere ætlaður til þess að hjálpa fylgjendum hans en virðist í raun hafa verið kynlífsþrælkunarbúðir. Málið snýr einkum að hóp innan Nxivm sem kallaðist DOS og átti að vera einhvers konar kvenfélag innan Nxivm. Hópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans að bæta líf þeirra og vera valdeflandi. Það virðist hins vegar hafa komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum.Réttarhöld eru hafin yfir Keith Raniere, leiðtoga Nxivm.SkjáskotÞrælar og yfirboðarar Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Í dómsal lýsti Sylvie hvernig lífið hafi verið sem meðlimur DOS. Konur sem gengu í hópin voru kallaðir þrælar og áttu þeir að lúta boðvaldi svokallaðra yfirboðara. Þurftu konurnar að láta yfirboðara sína í hendur eitthvað sem gæti komið „þrælunum“ illa sem einhverskonar tryggingu fyrir því að þær myndu haga sér í samræmi við óskir yfirboðaranna. Sylvie lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Síðar lét hún yfirboðara sinn fá bréf sem í stóð að hann hefði vald yfir því hvort Sylvie mætti eignast börn eða ekki.Smallville-stjarnan Allison Mack var hluti af hópnum.Getty/Spencer PlattGerði allt sem yfirboðarinn sagði henni að gera Skömmu eftir að Sylvie gekk til liðs við Dos sagði yfirboðari hennar, kona að nafni Monica Duran, að hún ætti að hitta Raniere. Sagði hún að hann hefði skipaði henni að afklæðast áður en að hann nauðgaði henni með því að framkvæmda munnleg kynmök á henni. Hún taldi sig ekki vera í aðstöðu til að segja nei „Þetta var skipun frá yfirboðara mínum og mitt hlutverk sem þræll,“ sagði Sylvie. Eftir að þetta átti sér stað sagði Raniere við hana að nú væri hún hluti af innra hring hópsins, áður en hann tók mynd af kynfærum hennar. Sylvie sagðist hafa verið áfjáð í að ganga til liðs við hópinn og taldi hún að þar gæti hún bætt sig sem manneskju. Viðurkenndi hún þó í dómsal að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað aðild að hópnum fæli í sér. Var hún meðlimur í um tvö ár og sagðist hún þá hafa fylgt öllum skipunum sem Duran gaf henni, þar á meðal að fá fleiri „þræla“ í hópinn og fá frá þeim sams konar tryggingu og hún hafði lagt fram. Þá hafi Duran gefið henni hundaól sem tákna hafi átt samband þeirra sem þræls og yfirboðara„Ef ég væri besti þrælinn“ Svo virðist sem að Duran hafi nýtt sér þjónustu Sylvie óspart og lét hún hana fara í göngutúr með hund hennar, kaupa inn í matinn og ná í lyf fyrir hana svo dæmi séu tekin. Í máli Sylvie kom einnig fram til hafi staðið að brennimerkja hana en ekki hafi komið til þess vegna rannsóknar yfirvalda á hópnum. Verjendur Raniere spurðu Sylvie ítrekað út í samskipti hennar og Raniere. Lögðu þeir áherslu á skilaboð sem fóru þeirra á milli sem virðast hafa farið fram á vinsamlegum nótum. Meðal annars var spurt út í beiðnir hennar um að hitta Raniere, nektarmyndir sem hún sendi honum og skilaboð sem úr mætti væntumþykju í garð Raniere. Sagði Sylvie að hún hafi gert allt þetta þar sem hún hafi litið svo á þetta væri hlutverk hennar sem þræll innan hópsins. Þá hafi hún talið að ef hún hegðaði sér vel myndi líf hennar batna „Ef ég væri besti þrælinn,“ sagðist hún hafa trúað, „þá hlutirnir kannski ganga upp hjá mér“
Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18
Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57
Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29