Þetta kemur kannski ekki á óvart ef litið er til virkni á kynlífssviðinu. Þó ekki sé vert að afskrifa áhuga öldunga á fyrirbærinu. En könnunin, sem var framkvæmd dagana 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934 einstaklingar, 18 ára og eldri, leiðir reyndar í ljós að karlmenn eru afar jákvæðir gagnvart slíkri pillu.
Karlar á landsbyggðinni ekki spenntir
Rúmlega helmingur karlmanna eða 55 prósent sagðist frekar eða mjög jákvæður gagnvart því að taka getnaðarvarnarpillu að staðaldri, ef slíkt væri í boði.Þá kemur fram að karlar á höfuðborgarsvæðinu, heil 60 prósent, reyndust líklegri en karlar af landsbyggðinni, eða 48 prósent, til að segjast jákvæðir gagnvart því að taka getnaðarvarnarpillu að staðaldri.