Origi skoraði tvö af fjórum mörkum Liverpool í 4-0 sigrinum á Börsungum sem tryggði lærisveinum Jürgens Klopps farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð.
Belginn hefur aðeins byrjað þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, komið inn á átta sinnum og verið ónotaður varamaður þrettán sinnum en hefur engu að síður sannað gildi sitt fyrir liðið.
Origi er búinn að skora sex mörk í 19 leikjum fyrir aðallið Liverpool á leiktíðinni, þar af dramatískt sigurmark í fyrri borgarslagnum gegn Everton og svo þessi tvö mörk á móti Barcelona. Þá er hann búinn að skora í öllum keppnum á tímabilinu.
Origi er 24 ára gamall og kom til Liverpoo árið 2014 en hefur verið lánaður til Lille í Frakklandi og Wolfsburg í Þýskalandi. Hann á að bai 25 landsleiki fyrir Belgíu og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Belga.