Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2019 23:00 Farþegar ganga um borð í Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, eftir nærri fimm prósenta fækkun í fyrra. Rætt var við Boga Nils Bogason í fréttum Stöðvar 2. Farþegum innanlandsflugsins hafði, samkvæmt tölum Isavia, fjölgað fjögur ár í röð til ársins 2017, þegar heildarfjöldinn náði tæplega 772 þúsund farþegum. En í fyrra stöðvaðist vöxturinn og flugu 34 þúsund færri farþegar innanlands á síðasta ári miðað við árið á undan, fækkaði niður í 737 þúsund farþega. Dótturfélag Icelandair, sem formlega hefur enn firmaheitið Flugfélag Íslands, er langstærst á markaðnum og þar hafa menn áhyggjur.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Afkoma innanlandsflugsins hefur verið mjög slæm, bara í hreinskilni sagt, að undanförnu, og við þurfum að bregðast við. Og það hefur verið brugðist við. Það er búið að grípa til ýmissa aðgerða þar inni. Eftirspurnin er því miður ekkert sérstaklega sterk á innanlandsmarkaðnum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Tölur Isavia fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að farþegum fækkaði um tæp tíu prósent frá sama tíma í fyrra eða sem nemur 17 þúsund manns. Fjöldinn fór úr 179 þúsund farþegum á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs niður í 162 þúsund á sama tíma í ár. Bogi segir að allt sé nú til skoðunar til að gera reksturinn sjálfbæran, þannig hafi flugáætlun verið skorin niður. „Við höfum verið að skera niður framboðið og áætlunina. Það er alltaf hætta á því þegar þú ert í flugstarfsemi, - í rauninni tíðni býr til eftirspurn. Þannig er svolítið þessi flugmarkaður. Og það er ákveðin hætta á því þegar við þurfum að skera niður framboð út af lélegri eftirspurn að það í rauninni bara haldi áfram. Þannig að við þurfum að skoða málið mjög alvarlega,“ segir forstjóri Icelandair.Bombardier Q400 vélar hafa tímabundið verið settar í millilandaflug til Bergen en Bogi segir ekki áform um að nýta þær vélar til sóknar á nýja markaði erlendis. „Við erum að nota núna Q400 vélarnar til dæmis eitthvað til Noregs út af rauninni stöðunni á MAX-vélunum. Þannig að þær geta hentað ágætlega inn á svona nærmarkaði í millilandaflugi. En það er ekki á stefnuskránni núna að fara að útvíkka í rauninni hvert Q400 vélarnar fljúga,“ segir Bogi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Byggðamál Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna. 4. febrúar 2019 17:25
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00
Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. 4. desember 2018 23:43